Hera Björk sýndi á sér gamansömu hliðina

Eurovision | 6. maí 2024

Hera Björk sýndi á sér gamansömu hliðina

Annað kvöld stígur Hera Björk Þórhallsdóttir á svið fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppni Eurovision. Keppnin er haldin í skánsku borginni Malmö.

Hera Björk sýndi á sér gamansömu hliðina

Eurovision | 6. maí 2024

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision-fari.
Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision-fari. AFP/Sarah Louise Bennett

Annað kvöld stígur Hera Björk Þórhallsdóttir á svið fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppni Eurovision. Keppnin er haldin í skánsku borginni Malmö.

Annað kvöld stígur Hera Björk Þórhallsdóttir á svið fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppni Eurovision. Keppnin er haldin í skánsku borginni Malmö.

Mikill spenningur ríkir innan íslenska Eurovision-hópsins, en hann hefur staðið í ströngu við æfingar og undirbúning síðustu daga.

Allar æfingar hafa gengið vel og farið fram úr björtustu vonum, en Hera Björk hefur heillað samkeppendur sína, aðstandendur, fjölmiðlafólk og Eurovision-aðdáendur upp úr skónum með jákvæðri framkomu sinni, ljúfmennsku og mögnuðum sönghæfileikum.

Hera Björk fór í viðtal hjá Wiwibloggs á dögunum. Viðtalið fór fram í verslunarkjarna í Malmö og vakti íslenska söngdrottningin mikla athygli viðstaddra þegar hún mætti á svæðið. Hún veifaði til fjöldans og sýndi á sér gamansömu hliðina áður en hún tyllti sér niður í Wiwibloggs-setustofuna.

Hera Björk deildi skemmtilegu myndskeiði með fylgjendum sínum á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by wiwibloggs (@wiwibloggs)

mbl.is