„Hvaða forstjóra á að reka?“

„Hvaða forstjóra á að reka?“

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í dag að það hefði verið að búið að reka forstjóra fyrirtækis ef hann ræki fyrirtækið líkt og borgarstjóri hefur rekið borgina.

„Hvaða forstjóra á að reka?“

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 9. maí 2023

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Samsett mynd

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í dag að það hefði verið að búið að reka forstjóra fyrirtækis ef hann ræki fyrirtækið líkt og borgarstjóri hefur rekið borgina.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í dag að það hefði verið að búið að reka forstjóra fyrirtækis ef hann ræki fyrirtækið líkt og borgarstjóri hefur rekið borgina.

„Það er dálítið áhugavert sjónarhorn að reka forstjórann ef hallareksturinn er um of,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í andsvari sínu. 

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Arnþór

Hann sagði að vissulega gerði fjárhagsáætlun ráð fyrir sex milljarða halla á næsta ári, „en hlutfallslega miðað við tekjur er það helmingurinn af því sem ríkið gerir ráð fyrir að vera með í halla á þessu ári“.

Þá nefndi Dagur að sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­ins sé mark­miðið að ná lækk­un á skulda­hlut­falli árið 2028, en Reykja­vík­ur­borg ætli að gera það árið 2025. 

Dagur spurði þá „hvaða forstjóra á að reka?“ og beindi orðum sínum að Ragnhildi, en áður en hún gat svarað sagði hann fjármálaráðherra. 

„Eru þetta dulbúin skot á fjármálaráðherra úr borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins? Eða kannski ekkert svo dulbúin?“

Fáránlegar ályktanir

Ragnhildur veitti þá andsvar og sagði Dag draga fáránlegar ályktanir af því sem hún sagði. 

„Þetta er byrjað að hljóma eins og þú sért með svona forstjóra sem veit að fyrirtækið sitt er að fara í gjaldþrot og hann er að reyna að segja bara hvað sem er til að halda lánardrottnum frá til þess að fleyta sér fram yfir næstu mánaðamót.“

Hún sagði einnig að sjálfstæðismenn hefðu verið duglegir á að benda á í fjölmiðlum hvað mætti betur fara hjá ríkinu. 

„Þeir sitja ekki hérna þöglir og reyna hjálpa neinum við að sópa einhvern veginn yfir það sem betur má fara,“ sagði Ragnhildur og gagnrýndi borgarfulltrúa meirihlutans fyrir að tjá ekki skoðanir sínar á fjárhagsstöðustöðu borgarinnar afdráttarlaust.

mbl.is