Segir Einar vanta sömu „tennur“ og í Kastljósinu

Segir Einar vanta sömu „tennur“ og í Kastljósinu

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, gagnrýndi vinnubrögð Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarstjórn á borgarstjórnarfundi í dag og sagði vanta sömu „tennur“ og Einar var með er hann var fréttamaður Ríkisútvarpsins. 

Segir Einar vanta sömu „tennur“ og í Kastljósinu

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 9. maí 2023

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks …
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins. Samsett mynd

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, gagnrýndi vinnubrögð Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarstjórn á borgarstjórnarfundi í dag og sagði vanta sömu „tennur“ og Einar var með er hann var fréttamaður Ríkisútvarpsins. 

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, gagnrýndi vinnubrögð Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarstjórn á borgarstjórnarfundi í dag og sagði vanta sömu „tennur“ og Einar var með er hann var fréttamaður Ríkisútvarpsins. 

„Það er þessi tilfinning að Framsóknarflokkurinn er kominn til að lepja dálítið upp það sem að borgarstjóri og hans fólk segir frá fyrri meirihluta. Það er ekki einhvern veginn þessi trúverðugleiki og þetta traust – það vantar þennan kraft,“ sagði Kolbrún í andsvari við ræðu Einars um ársreikning borgarinnar fyrir árið 2022.

Hún spurði Einar hvort Framsóknarmenn myndu fara svona að til að reka sitt eigið fyrirtæki. 

„Ég hefði viljað sjá koma meiri tennur. Tennur eins og við sáum stundum í Kastljósinu, með leyfi forseta, þegar verðandi borgarstjóri var þar. Eitthvert bein í nefið.“

Einar þakkaði Kolbrúnu fyrir greininguna á Framsóknarflokknum. Hann sagðist halda að kjósendur flokksins væru ánægðir með störf flokksins. „Við erum bara að vinna málin vel og láta verkin tala,“ sagði Einar og brosti. 

Kolbrún svaraði þá og sagðist kalla „nýja fólkið“ til ábyrgðar þar sem hún sé „nokkuð búin að gefast upp á þeim sem voru á síðasta tímabili – við sjáum að það verður ekki mikil breyting.“ 

mbl.is