„Þetta getur ekki haldið svona áfram“

„Þetta getur ekki haldið svona áfram“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, telur mjög alvarlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki uppfyllt neitt þeirra lágmarksviðmiða sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) setur sveitarfélögum fyrir A-hluta rekstrar fár­hags­áætl­unar­ árs­ins 2023.

„Þetta getur ekki haldið svona áfram“

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 9. maí 2023

Hildur segir stöðuna í Reykjavík alvarlega og kallar eftir umfangsmiklum …
Hildur segir stöðuna í Reykjavík alvarlega og kallar eftir umfangsmiklum hagræðingum í rekstri borgarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, telur mjög alvarlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki uppfyllt neitt þeirra lágmarksviðmiða sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) setur sveitarfélögum fyrir A-hluta rekstrar fár­hags­áætl­unar­ árs­ins 2023.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, telur mjög alvarlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki uppfyllt neitt þeirra lágmarksviðmiða sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) setur sveitarfélögum fyrir A-hluta rekstrar fár­hags­áætl­unar­ árs­ins 2023.

Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Sex sveitarfélög uppfylla ekki lágmarksviðmið

Í apríl sendi EFS bréf með at­huga­semd­um til 21 sveit­ar­fé­lags sem upp­fyllti ekki öll lág­marks­viðmið fyr­ir A-hluta rekstr­ar vegna fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2023. 

Með A-hluta rekstr­ar er átt við aðalsjóð sveit­ar­fé­lags, sjóði og stofn­anir sem að öllu leyti eru rek­in fyr­ir skatt­fé sveit­ar­fé­lags­ins. Þau þrjú lágmarksviðmið sem EFS setur, varða framlegð sem hlutfall af tekjum, rekstrarniðurstöðu og veltufé, annars vegar frá rekstri sem hlutfall af tekjum og hins vegar frá rekstri á móti afborgunum lána og skuldbindinga. 

Sex sveitarfélög uppfylla ekkert af þeim þremur lágmarksmiðviðum EFS. Reykjavíkurborg er meðal þeirra. 

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri kallaði viðvör­un­ar­bréf EFS „rútínu­bréf“ í sam­tali við Morg­un­blaðið í apríl.

Gagnrýnir viðbrögð Dags

Hildur gagnrýnir viðbrögð borgarstjóra við bréfi EFS. Hún segir erindi EFS alvarlegt og beri að taka því þannig.

„Þetta lýsir auðvitað fremur alvarlegri stöðu höfuðborgarinnar. Við höfum heyrt hvernig borgarstjóri gerir lítið úr þessu bréfi frá eftirlitsnefndinni og segir það vera einhvers konar rútínubréf. Það að kalla þetta rútínubréf gefur til kynna að athugasemdum nefndarinnar sé tekið fremur hversdagslega, en þetta er alvarlegt erindi og lýsir þungri stöðu í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur í samtali við mbl.is.

„Það er mjög slæmt að sjá að í samanburði sveitarfélaga sé höfuðborgin meðal þeirra sex sveitarfélaga sem standa verst á landinu. Það vekur með manni ónotatilfinningu hvað borgarstjóri tekur þessu létt,“ segir Hildur og bætir við að Reykjavík eigi að vera stöndugasta sveitarfélagið þar sem það sé í algjörri sérstöðu þegar kemur að öflun tekna.

Þurfi að horfast í augu við vandann

Hildur vill að ráðist verði í róttækar aðgerðir í rekstri borgarinnar.

„Við teljum að það sé löngu tímabært að ráðast í mjög róttækar aðgerðir í rekstri borgarinnar. Nú duga engin vettlingatök. Það væri auðvitað best ef að við stjórn væri fólk sem væri fyrir það fyrsta reiðubúið að horfast í augu við vandann og myndi í kjölfarið ráðast í umfangsmiklar hagræðingar og uppskurð á stjórnkerfinu. Það er óásættanlegt að höfuðborg sé ekki sjálfbær í sínum rekstri,“ segir Hildur og bætir við:

„Þetta getur ekki haldið svona áfram. Það hlýtur hver maður að sjá.“

mbl.is