Viss um að Kristrún „gæti orðið góður fjármálaráðherra“

Alþingi | 21. maí 2023

Viss um að Kristrún „gæti orðið góður fjármálaráðherra“

Hart var tekist á um efnahagsmálin í Silfrinu í dag þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna, sem eiga sæti á Alþingi, gerðu upp þingveturinn. 

Viss um að Kristrún „gæti orðið góður fjármálaráðherra“

Alþingi | 21. maí 2023

Silfrið í dag.
Silfrið í dag. Skjáskot/RÚV

Hart var tekist á um efnahagsmálin í Silfrinu í dag þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna, sem eiga sæti á Alþingi, gerðu upp þingveturinn. 

Hart var tekist á um efnahagsmálin í Silfrinu í dag þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna, sem eiga sæti á Alþingi, gerðu upp þingveturinn. 

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, reið á vaðið og sagði að landsmenn hefðu þurft að sjá aðgerð vega verðbólgunnar strax síðasta haust. 

Hún sagði að aðgerðir sem þyrfti að ráðast í núna snúi meðal annars að leigumarkaðinum og nefndi í því samhengi leigubremsu. 

„Það þarf ákveðna stýringu – leigubremsu megin. Við erum með aðila í ríkisstjórn sem hafa tjáð sig um vilja sinn til að gera þetta en það kemur ekkert út úr því,“ sagði Kristrún. 

Þá sagði hún að ekki væri hægt að láta eins og vaxtahækkanir lendi jafnt á fólki og að það sé hlutverk ríkisstjórnarinnar að stuðla að jöfnuði. 

Helstu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Kristrúnu fara með rangt mál um að efnahagsstefna síðustu tíu ára hafi verið röng. 

„Sem er alveg ótrúleg fullyrðing vegna þess að þetta kemur frá formanni Samfylkingarinnar sem fyrir tíu árum var með tvö helstu stefnu málin að ganga í Evrópusambandið og breyta stjórnarskránni. Þessu erum við [Sjálfstæðisflokkurinn] búin að vera berjast gegn í tíu ár,“ sagði Bjarni. 

Hann sagði aðrar leiðir miklu betri til að auka lífskjörin á Íslandi.

„Samfylkingin hefur núna tekið þessi stóru stefnumál sín – sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni – og pakkaði þeim ofan í pappakassa og hent til hliðar og segja svo þessi tíu ár hafa farið forgörðum.“

Bjarni sagði að ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir þá tekjulægstu með millifærslum eins og vaxtabótum og hækkunum á bótum almannatrygginga.

Þá nefndi Bjarni að þar sem vandinn væri, svo sem í Reykjavík, þar væri Samfylkingin við völd. 

Í grundvallaratriðum ósammála

Kristrún sagði það merkilegt að Bjarni vildi meina að eini munurinn á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum væri Evrópusambandið og stjórnarskráin. 

Bjarni greip þá fram í og sagðist ekki hafa sagt það. 

„Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ sagði Kristrún og sagði að það kæmi henni verulega á óvart ef fjármálaráðherra myndi taka undir það sem hún hefur að segja. 

Efnahagsleg umsvif styrkja stöðuna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var spurð út í ummæli Kristrúnar í Morgunblaðinu í dag þar sem Kristrún sagði að hún yrði betri fjármálaráðherra fyrir Katrínu heldur en Bjarni. 

„Ég ætla nú í fyrsta lagi að segja að ég er viss um að Kristrún Frostadóttir gæti orðið góður fjármálaráðherra,“ sagði Katrín og bætti við að umræðan um efnahagsmálin skyti skökku við. 

Hún sagði að ríkissjóði var beitt af fullum þunga til að bregðast við heimsfaraldrinum og að síðan þá hafa landsmenn verið að kljást við verðbólguna. 

Katrín sagði mikil efnahagsleg umsvif hins vegar gera stöðu Íslands sterka. 

mbl.is