Skiluðu skömminni á Sauðárkróki

MeT­oo - #Ég líka | 22. júlí 2023

Skiluðu skömminni á Sauðárkróki

Tanja Ísfjörð, aðgerðasinni og skipuleggjandi Druslugöngunnar á Sauðárkróki, segist hafa fundið vel fyrir því í Druslugöngunni í ár hversu þreytt fólk er orðið á þögguninni sem fengið hefur að líðast í bænum undanfarin ár.

Skiluðu skömminni á Sauðárkróki

MeT­oo - #Ég líka | 22. júlí 2023

Talsverður fjöldi mætti á Druslugönguna á Sauðárkróki í dag.
Talsverður fjöldi mætti á Druslugönguna á Sauðárkróki í dag. Ljósmynd/Aðsend

Tanja Ísfjörð, aðgerðasinni og skipuleggjandi Druslugöngunnar á Sauðárkróki, segist hafa fundið vel fyrir því í Druslugöngunni í ár hversu þreytt fólk er orðið á þögguninni sem fengið hefur að líðast í bænum undanfarin ár.

Tanja Ísfjörð, aðgerðasinni og skipuleggjandi Druslugöngunnar á Sauðárkróki, segist hafa fundið vel fyrir því í Druslugöngunni í ár hversu þreytt fólk er orðið á þögguninni sem fengið hefur að líðast í bænum undanfarin ár.

Tanja segist ekki hafa tölu á því hversu margar druslur gengu um götur Sauðárkróks í dag. 

Valdeflandi og gott í hjartað

„Andinn var rosalega góður. Við fengum frábært veður og það voru öll svo tilbúin í þetta. Fólk skilaði skömminni og talaði um rótgróna vandamalið sem kynferðisofbeldi er. Það var svo áþreifanlegt hvað fólk var orðið þreytt á þögguninni sem hefur fengið að líðast hérna heima á Krók,“ segir Tanja í samtali við mbl.is.

„Það var mikil þreyta og yfirsnúningur hjá mér þannig ég er svona rétt að meðtaka allt núna. Ég var orðin smá stressuð því mikið af fólki sem hefði mætt var ekki heima en síðan varð þetta bara allt saman frábært, valdeflandi og gott i hjartað,“ segir Tanja. 

Hún segist hvergi nærri hætt og að þær Erla Einarsdóttir, sem skipulögðu gönguna, ætli að gera hana að föstum lið hvert sumar á Sauðárkróki.

Druslugangan fór einnig fram í Reykjavík í dag.

Tanja Ísfjörð söng við bakaríið.
Tanja Ísfjörð söng við bakaríið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is