#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

Grét þegar Seagal réðst á hana

Í gær, 23:54 Leikkonan Rachel Grant, sem kom meðal ananrs fram í James Bond myndinni Die Another Day, sakar leikarann Steven Seagal um kynferðislegt áreitni. Segir hún Seagal hafa ráðist að sér í hótelherbergi þegar hún var í prufum fyrir mynd. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Bað hlustendur að ræða nauðganir og fullnægingar

í fyrradag Vinsæll belgískur stjórnandi útvarpsþáttar hætti störfum í beinni útsendingu í dag eftir að hafa í síðustu viku vakið gríðarlega hörð viðbrögð er hann velti upp spurningunni hvort konur gætu fengið fullnægingu er þeim væri nauðgað. Meira »

Krafa kvennanna sanngjörn og eðlileg

í fyrradag Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir kröfu prestvígðra kvenna bæði sanngjarna og eðlilega. Hún segir sögurnar ekki koma sér á óvart, hún hafi sjálf starfað innan kirkjunnar í nær 40 ár og bæði upplifað og séð ýmislegt. Meira »

Biður fórnarlömb ofbeldis afsökunar

14.1. Franska leikkonan Cat­her­ine Deneuve hefur beðist afsökunar á því hafi hún móðgað fórnarlömb kynferðisofbeldis með því að skrifa undir opið bréf þar sem 100 franskar konur gagnrýna hreintrúarstefnu sem þær segja vera að ryðja sér til rúms í kjölfar hneykslismála tengdum kynferðislegri áreitni. Meira »

Testino og Weber sakaðir um áreitni

14.1. Tískuljósmyndararnir Mario Testino og Bruce Weber hafa báðir verið ásakaðir um að hafa misnotað karlkyns fyrirsætur og aðstoðarmenn sína kynferðislega. Útgáfufyrirtækið Condé Nast, sem m.a. gefur út tískutímaritið Vogue, hefur í kjölfarið rift öllu samstarfi við ljósmyndarana. Meira »

Wahlberg gaf launin í nafni Williams

14.1. Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur gefið greiðsluna sem hann fékk fyrir endurtökur á kvikmyndinni All the Money in the World til baráttuhreyfingarinnar Time‘s Up. Frá þessu greindi leikarinn á Twitter í gær. Meira »

Óska eftir sakavottorði þjálfara

13.1. HK hefur um 10 ára skeið óskað eftir upplýsingum úr sakaskrá, með samþykki þjálfara og starfsmanna, áður en þeir hefja störf hjá félaginu. Slíkt hefur verið uppi á teningnum hjá fleiri félögum, líkt og Gróttu á Seltjarnarnesi. Meira »

„Við eigum að finna til ábyrgðar“

12.1. Dagur B. Eggertsson segir alla iðkendur íþrótta, foreldra þeirra, forráðamenn og alla þá sem koma að íþróttastarfi verða að geta treyst því að það sé öruggur vettvangur, þar sem tekið sé á málum sem upp koma af fagmennsku og festu. Meira »

Yfirlýsing ÍSÍ: „Ofbeldi verður ekki liðið!“

12.1. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að margar íþróttakonur hafa stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér. Meira »

Málum tengdum íþróttum gæti fjölgað

12.1. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, getur ekki sagt til um hvort einhver þeirra mála sem íþróttakonur greindu frá í gær varðandi kynbundið ofbeldi í þeirra garð hafi komið á borð lögreglunnar. Meira »

„Algjörlega ólíðandi og óþolandi“

12.1. „Það er algjörlega ólíðandi og óþolandi að svona komi upp,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, um frásagnir íþróttakvenna sem voru birtar í gær þar sem greint var frá kynbundnu ofbeldi í þeirra garð. Meira »

Yfir 5.000 konur hafa krafist aðgerða

12.1. Alls hafa yfir fimm þúsund konur á Íslandi ritað undir yfirlýsingar í tengslum við #metoo-byltinguna þar sem krafist er aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Meira »

Margir slegnir yfir sögunum

11.1. „Margar af þessum sögum eru mjög, mjög alvarlegar. Það rímar við það sem ég er búin að vita,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sem er í forsvari fyrir hópi kvenna sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna kynbundins ofbeldis og misréttis innan íþróttahreyfingarinnar. Meira »

Knattspyrnuhreyfingin mun bregðast við

11.1. „Við verðum að taka þetta alvarlega og við munum gera það og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir svona áreitni eða ofbeldi í framtíðinni. Það verður okkar afstaða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við mbl.is. Meira »

„Sérðu eftir því sem þú gerðir?“

Í gær, 22:11 Fórnarlömb Larry Nass­ar, fyrr­ver­andi læknis banda­ríska fim­leika­landsliðsins, fluttu vitnisburð sinn í dómsal í morgun. Nassar var dæmdur í 60 ára fangelsi í desember fyrir vörslu barnakláms en hann gekkst við því að hafa misnotað fimleikastúlkur. Meira »

Simone Biles: Nassar misnotaði mig

í fyrradag Bandaríska fimleikakonan Simone Biles, margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum, segir að hún hafi verið kynferðislega misnotuð af Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. Meira »

Stakk tungunni upp í hana

í fyrradag „Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andlitinu að mínu, setur varirnar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus,“ segir í einni af frásögnum kvenna í prestastétt vegna #metoo. Meira »

Konur í prestastétt segja frá

í fyrradag Konur í prestastétt hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna #metoo byltingarinnar og segja að þær hafi, líkt og aðrar konur, búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Skora þær á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót. Meira »

„Eflaust má gagnrýna sambandið“

14.1. HSÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 í gær um fyrrverandi handboltakonu sem var áreitt kynferðislega af þjálfaranum sínum. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess. Meira »

„Nú er komið nóg“

14.1. Það mikilvægasta við #metoo-herferðina er að leiðrétta þau viðhorf að kynferðisofbeldi, kynferðisleg mismunun og áreitni sé eðlilegur hluti af lífi kvenna. Þetta segir Katrín Jónsdóttir, fótboltakona og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, en hún telur gott að fá að upplifa þessa tíma breytinga. Meira »

Ofbeldi líðist ekki innan UMFÍ

14.1. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) ætlar að bregðast við og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Stjórnendur UMFÍ samþykktu ályktun þessa efnis á sambandsráðsfundi í gær og nær hún til rúmlega 160 þúsund félagsmanna. Meira »

Arfleifð gamaldags karlmennskukúltúrs

13.1. „Þetta sem er að koma upp á yfirborðið núna er skýr birtingarmynd af samfélagslegu meini sem er einkum arfleifð af gamaldags karlmennskukúltúr sem magnast upp í ákveðnum aðstæðum,“ segir Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem einkum hefur sérhæft sig í félagsfræði íþrótta. Meira »

Nuddarinn gekk of langt

12.1. Spjótkastarinn og afreksíþróttamaðurinn Ásdís Hjálmsdóttir á eina af frásögnunum sem íþróttakonur birtu í gær vegna kynbundins ofbeldis í þeirra garð. Atvikið sem um ræðir gerðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu árið 2013, tveimur dögum áður en hún átti að keppa fyrir Íslands hönd. Meira »

Starfshópur vegna áreitni í íþróttum

12.1. Ákveðið hefur verið að stofna starfshóp á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um gerð aðgerðaáætlunar um hvernig eigi að bregðast kynbundinni áreitni innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. Þetta var niðurstaða fundar sem haldinn var í morgun. Meira »

Hátterni í andstöðu við gildi UMFÍ

12.1. Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að margar íþróttakonur hafa stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér. Meira »

Þjálfarinn var rekinn

12.1. Formaður norska knattspyrnuliðsins Avaldsnes, Helge Gaard, staðfestir við norska ríkisútvarpið að hann þekki sögu Hólmfríðar Magnúsdóttur knattspyrnukonu. Hún er ein þeirra íþróttakvenna sem stigu fram í gær og greindu frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Þjálfaranum var vikið frá störfum. Meira »

„Allt er vont — Mér blæðir“

11.1. „Ég er að drepast úr verkjum. Það er vont að sitja, það er vont að standa. Allt er vont. Mér blæðir.“ Svona lýsir kvenkyns leikmaður líðan sinni eftir að karlkyns þjálfari hennar nauðgaði henni í íþróttahúsi, að morgni leikdags. „Hann nauðgar mér. Ekki í fyrsta skipti og ekki í síðasta skipti.“ Meira »

Fræðslustarf innan HSÍ tekið til skoðunar

11.1. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er meðvitaður um hvers efnis frásagnir kvenna í íþróttum eru sem birtar voru í dag en hefur sjálfur ekki komist í að lesa þær. Umræða um yfirlýsinguna, áður en hún birtist, hefur átt sér stað innan HSÍ en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig bregðast eigi við. Meira »

Þjálfarinn var ógeðslegur

11.1. „Ég vil ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfari Hólmfríðar Magnúsdóttir sem þjálfaði hana í Noregi sumarið 2015. Hólmfríður er ein 62 íþróttakvenna sem birta frásagnir af kyn­bund­inni mis­mun­un, kyn­ferðis­legri áreitni og kyn­ferðis­legu of­beldi. Meira »