#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

Bregðast þarf við #metoo án tafar

17.4. Stéttarfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld þurfa að bregðast við #metoo-umræðunni og grípa tafarlaust til aðgerða. Þetta er niðurstaða fjölmenns fundar #metoo-kvenna sem bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir nýverið. Meira »

Fá Pulitzer fyrir að afhjúpa Weinstein

16.4. The New York Times og tímaritið New Yorker fengu í dag Pulitzer-verðlaunin í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og ásakanir um kynferðisofbeldi í Hollywood. Meira »

Nóbelsnefnd að liðast í sundur

13.4. Sara Danius sem sagt sig frá störfum Sænsku akademíunnar, sem frá 1901 hefur ár hvert veitt Nóbelsverðlaun í bókmenntum, en hún hefur gegnt formennsku í akademíunni frá því í ársbyrjun 2015. Ástæðan er hvernig akademían hefur tekið á ásökunum tengdu kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Geti svarað nafnlausum símtölum barna

11.4. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að sú aukning sem varð á fjölda þeirra sem leituðu til samtakanna á síðasta ári hafi verið miklu meiri en þau bjuggust við. Hún vonast til að börn geti í framtíðinni leitað sér hjálpar án þess að þurfa að gefa upp nafn og kæra. Meira »

30% fjölgun nýrra mála hjá Stígamótum

11.4. Ný mál sem komu á borð Stígamóta á síðasta ári voru 484 talsins, sem er 30 prósenta aukning frá árinu á undan.  Meira »

Hætta að trúa fórnarlömbum sjálfkrafa

3.4. Lundúnalögreglan hefur nú látið af þeirri stefnu að trúa sjálfkrafa því að fórnarlömb kynferðisbrota séu að segja satt frá. Breska dagblaðið The Times fjallar um málið og segir ástæðuna vera röð mistaka við rannsókn kynferðisbrota. Meira »

Taki næstu skref að auknu jafnrétti

19.3. Formannaráð BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næstu skref í tengslum við #metoo byltinguna. Þetta var niðurstaða fundar ráðsins fyrr í dag og segir í fréttatilkynningu að BSRB skori á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu á völdum og valdastöðu. Meira »

Forseti kvikmyndakademíunnar ásakaður um kynferðislega áreitni

17.3. Rannsókn stendur yfir á John Bailey, forseta Bandarísku kvikmyndaakademíunnar, vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Síðastliðinn miðvikudag barst akademíunni þrjár ábendingar þar sem Bailey er sakaður um kynferðislega áreitni. Variety greindi fyrst frá málinu. Meira »

Bjóða þjórfé fyrir þukl

13.3. Þær fá ekki þjórfé nema að setjast í kjöltu kúnnans, gefa honum símanúmerið sitt eða lýsa skapahárum sínum. Frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni í veitingageiranum vestra sýna þá erfiðu stöðu sem þjónar eru í vegna þeirrar rótgrónu siðvenju að laun þeirra byggist upp á þjórfé viðskiptavinanna. Meira »

Rekinn frá óperunni

13.3. Metropolitan-óperan í New York hefur rekið stjórnandann James Levine úr starfi eftir að hafa fengið áreiðanlegar upplýsingar um að hann hafi brotið kynferðislega á ungum tónlistarmönnum. Levine var um langt árabil andlit óperunnar út á við. Meira »

Fannst látinn eftir ásakanir um ofbeldi

9.3. Suðurkóreskur leikari sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi fannst látinn í dag. Leikarinn, Jo Min-ki, átti að mæta á fund saksóknara á mánudaginn vegna ásakana um að hafa beitt háskólanemendur sem hann kenndi kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Baðst afsökunar og nauðgaði henni aftur

6.3. Fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu hefur sagt af sér sem ríkisstjóri eftir að ritari sakaði hann um að hafa ítrekað nauðgað sér. Ahn Hee-jung hafnaði í öðru sæti á eftir Moon Jae-in í vali á forsetaframbjóðanda demókrata í fyrra. Meira »

Stjórnmálin virka ekki án radda kvenna

3.3. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fór yfir upphaf #metoo- byltingarinnar á sérstökum umræðufundi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún segir að byltingin hafi afhjúpar hversu mikilvægt er að opinskáar umræður eigi sér stað í samfélaginu. Meira »

„Andlit mitt kraumaði“

27.2. Lucia Annibali er í framboði til ítalska þingsins en hún er í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn (PD). Eitt helsta baráttumál hennar er að binda endi á kynbundið ofbeldi en hún varð sjálf fyrir hrottalegri sýruárás af hálfu fyrrverandi unnusta. Meira »

Mistök sem aldrei verða bætt

27.2. Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindastóls hafa sagt af sér í kjölfar greinar Stundarinnar þar sem greint er frá ítrekuðum kynferðisbrotum fyrrverandi starfsmanns deildarinnar. Með því vilja tvímenningarnir axla ábyrgð á mistökum sem þeir hafi gert sem stjórnarmenn. Meira »

Konur sýna samstöðu á Eddunni

25.2. „Þú sem hefur upplifað ofbeldi eða kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta kom fram í einni af ræðunum sem konur fluttu í upphafi Eddu-verðlaunahátíðarinnar. Meira »

Einni af hverjum átta nauðgað

23.2. Um fjórum milljónum franskra kvenna, eða 12 prósentum, hefur verið nauðgað að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar sem Jean Jaures-stofnunin framkvæmdi. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

22.2. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Sterk yfirlýsing í anda #metoo-byltingar

18.2. Kvik­mynd­in „Three Bill­bo­ards Outsi­de Ebb­ing, Mis­souri“ í leik­stjórn Martin McDonagh hlaut flest verðlaun á BAFTA-verðlauna­hátíðinni sem fram fór í kvöld. Myndin hlaut samtals fimm verðlaun en var tilnefnd til níu. Meira »

Gefur 141 milljón í Réttlætissjóðinn

18.2. Leik- og baráttukonan Emma Watson hefur gefið eina milljón punda, eða 141 milljón króna, í nýstofnaðan Réttlætis-og jafnréttissjóð Bretlands sem er ætlað að styðja ein­stak­linga sem orðið hafa fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða mis­notk­un á vinnustað. Meira »

Fluttur úr gæsluvarðhaldi á sjúkrahús

18.2. Svissneski fræðimaðurinn Tariq Ramadan, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum í Frakklandi, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Meira »

Svartur verður einkennisliturinn á Bafta

18.2. Rómantíska fantasían „The Shape of Water“ í leikstjórn Mexíkóans Guillermos del Toros trónir á toppi til­nefningarlista Bafta-verðlaunanna sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall í kvöld. Meira »

Snýst um viðhorf allra Íslendinga

9.2. „Þetta var mjög ánægjulegur dagur og óvanalegt að vinna með þessum hætti á Alþingi Íslendinga,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að lokinni hinni svokölluðu rakarastofuráðstefnu sem var haldin á Alþingi. Meira »

Hvatti þingmenn til dáða

9.2. „Nú er það í ykkar höndum að ákveða hvernig þið vinnið úr því sem við gerðum hér í dag,“ sagði Ásdís Ólafsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, í samantekt sinni á hinni svokölluðu rakarastofuráðstefnu sem var haldin á Alþingi í dag í tilefni af #metoo-byltingunni. Meira »

Siðareglum Alþingis breytt vegna #metoo

9.2. Starfshópur hefur skilað forsætisnefnd Alþingis skýrslu með tillögum um breytingar á siðareglum Alþingis í tengslum við #metoo-byltinguna. Þar mun koma fram að óviðeigandi hegðun og framferði verði ekki liðin. Einnig stendur til að útbúa viðbragðs- og aðgerðaáætlun fyrir Alþingi. Meira »

„Viðkvæm“ mál þögguð niður

7.2. „Mér finnst eins og við séum stödd í hvirfilbyl og ég veit ekki hvert hann tekur okkur,“ sagði Helen Breiðfjörð, mannauðsstjóri Vodafone, á ráðstefnu um áhrif metoo á fyrirtækjamenningu sem haldin var á vegum fræðsludeildar Félags kvenna í atvinnulífinu í morgun. Meira »

Tóku myndir af dóttur hennar

7.2. „Höfum það hugfast að hlutlaus athöfn í mannlegum samskiptum er ekki til. Sérhver athöfn eða athafnaleysi stuðlar að því að styðja við bakið á einhverjum eða hrinda honum fram af brúninni.“ Þannig hóf Steinunn Valdís Óskarsdóttir erindi sitt á ráðstefnu um áhrif #metoo á fyrirtækjamenningu. Meira »

Forsetinn vitnaði í Línu Langsokk

7.2. „Vonir standa til að við séum á tímamótum. Hingað og ekki lengra heyrist um allan heim,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á ráðstefnu um áhrif #metoo á fyrirtækjamenningu sem fer fram á Grand hóteli í dag. Meira »

Aðallega karlar og stundum líka áfengi

6.2. Þriðjungur leikmanna í kvennadeildinni í sænska fótboltanum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða misnotkun. Hin íslenska Elísabet Gunnarsdóttir, sem er þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni til fjölda ára, segir í viðtali við hið sænska Kristianstadsbladet að hún þekki vel til þessa. Meira »

Segir Weinstein hafa ráðist á sig

3.2. Bandaríska kvikmyndaleikkonan Uma Thurman segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa ráðist á sig og hótað því að gera feril hennar að engu. Thurman bætist þar með í hóp tuga kvenna í kvikmyndaborginni Hollywood sem hafa sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi. Meira »