#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

Varð fyrir áfalli eftir hefndarklám

6.4. „Ég er búin að fara í gegnum allan skalann, frá því að langa að deyja og yfir í að vera tilbúin að berjast fyrir betra lífi fyrir sjálfa mig. Nú er kominn tími til að skila skömminni,“ segir Valkyrja S. Á. Bjarkadóttir. Meira »

Hætta sýningu eftir gagnrýni

26.3. Ný heimildarmynd, Älska mig för den jag är, um sænska söngkonu sem var ítrekað beitt ofbeldi af hálfu sambýlismanns, hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og beint sjónum almennings að heimilisofbeldi í landinu. Meira »

Niðurstöðurnar áhyggjuefni

18.3. „Þarna er um að ræða líflátshótanir og hótanir um nauðganir og barsmíðar,“ sagði Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins IPU, um niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem kynjamismunun og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn konum í þjóðþingum í Evrópu var kannað. Meira »

Klaustursmálið „bleiki fíllinn“

18.3. „Mér líður svolítið eins og þetta sé bleiki fíllinn hérna inni,“ sagði Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, áður en hún spurði um Klaustursmálið á málþinginu „Stjórnmálin og #MeToo“ í morgun. Meira »

Þurfa að taka á óþægilegum málum

18.3. Sá tími er liðinn að hægt sé að horfa í kringum fingur sér varðandi mál sem tengja má við #MeToo-byltinguna og við þurfum að geta tekið á slíkum óþægilegum málum. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi í morgun. Meira »

Funda vegna skrifa um kynferðislega áreitni

25.2. Jóhann Másson, formaður Júdósambands Íslands, kveðst ekki þekkja til þess máls sem Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi forsætisráðherra, fjallaði um í pistli á vefnum knuz.is fyrir helgi. Þar sagði Halla frá kynferðislegri áreitni af hálfu júdóþjálfara sem hún varð fyrir. Meira »

Hvatti hana til að fara úr baðfötunum

22.2. „Ég veit ekki hvort maður þarf að vera kona til að skilja hvað svona aðstæður geta verið erfiðar. Hversu erfitt það er að koma sér út úr þeim, hin hræðilega hugsun um að kannski sé betra að spila bara með.“ Þetta segir Halla Gunnardóttir um kynferðislega áreitni af hálfu júdóþjálfara. Meira »

Allen sakar Amazon um samningsbrot

8.2. Kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen hefur höfðað skaðabótamál gegn Amazon fyrir samningsbrot. Fer Allen fram á að fá greiddar 68 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 8,2 milljörðum króna. Meira »

„Láttu hana vera, hún er bara 13 ára“

4.2. Kona sem segist hafa verið starfskona í Ráðherrabústaðnum í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar er í hópi þeirra kvenna sem deilir frásögn sinni á bloggsíðunni. Hún segir hann hafa hlaupið inn í eldhús og gripið um brjóst sér með orðunum „mig vantar kvenmann!!“. Meira »

„Frosin og vissi ekki mitt rjúkandi ráð“

4.2. Meðal frásagnanna, sem birtar eru á bloggsíðu um meint kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar, er saga ungrar konu sem hafði kynni af honum er hún var í háskólanámi og hann ritstjóri Alþýðublaðsins, sem birt er undir heitinu „Ritstjórinn Jón Baldvin“. Meira »

Sögur kvennanna birtar

4.2. Kon­ur sem segj­ast hafa orðið fyr­ir barðinu á Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni opnuðu nú í morgun bloggsíðuna met­oo-jon­bald­vin.blog.is. Á síðunni er að finna 23 nafnlausar sögur kvenna, sem segjast vera þolendur kynferðisbrota og áreitis Jóns Baldvins, og ná þær yfir tæplega 60 ára tímabil. Meira »

Saksóknari dæmdur í #MeToo-máli

23.1. Fyrrverandi saksóknari í Suður-Kóreu hlaut í dag tveggja ára dóm fyrir valdníðslu í máli sem varð kveikjan að #MeToo-hreyfingunni í landinu. Var hann ákærður fyrir að hafa ítrekað káfað á kvenkyns starfsfélaga í jarðarför og hafa svo látið flytja hana til í starfi er hún lagði fram formlega kvörtun. Meira »

Skandall skekur skautahlaupin

22.1. Ásakanir um kynferðisbrot skautahlaupsþjálfara skekja Suður-Kóreu þessa dagana, en fjöldi kvenna sem stundar skautahlaup þar í landi hefur sakað skautasamfélagið um þöggun á kynferðisbrotum sem þær hafa orðið fyrir af höndum þjálfara sinna. Meira »

Metoo-hópur stofnaður um Jón Baldvin

12.1. Hópur kvenna hefur stofnað Facebook-hóp þar sem fjallað er um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar,“ eins og segir á síðunni. Síðan nefnist „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson Tæpitungulaust“ og eru yfir 150 einstaklingar skráðir í hópinn, en síðan var stofnuð 8. janúar. Meira »

Vill DNA-sýni úr Cristiano Ronaldo

10.1. Yfirvöld í Las Vegas í Bandaríkjunum hafa gefið út heimild til að útvega DNA-sýni úr knattspyrnumanninum og ofurstjörnunni Cristiano Ronaldo til að bera saman við sýni sem fannst á kjól konu sem hefur sakað hann um nauðgun. Meira »

Frávísunarkröfu Weinsteins hafnað

20.12. Dómari í New York í Bandaríkjunum hafnaði í dag kröfum lögmanns bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein um að vísað yrði frá dómi ákæru vegna meints kynferðisofbeldis af hans hálfu og sagði að aðalmeðferð málsins héldi áfram í mars. Meira »

Mætti meta menntun betur

19.12. Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

Karlar vanmeta áreitið sem konur sæta

6.12. Karlmenn vanmeta verulega hversu mikilli kynferðislegri áreitni konur sæta. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Ipsos-skoðanakönnunarfyrirtækið framkvæmdi í Bandaríkjunum og 12 ríkjum Evrópusambandsins. Mest var vanmatið í Danmörku, Hollandi og Frakklandi. Meira »

Eyddi gögnum af ótta við ákæru

5.12. Af ótta við að ferli hans í fjölmiðlum væri lokið og að hann yrði ákærður fyrir kynferðisbrot eyddi Leslie Moonves, forstjóri bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS, gögnum og reyndi að afvegaleiða rannsóknina, segir í uppkasti að skýrslu sem lagt var fram á fundi stjórnar félagsins. Meira »

Greindi frá áreitni og dæmd í fangelsi

16.11. Indónesísk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi af hæstarétti landsins fyrir að hafa tekið upp kynferðislega áreitni af hálfu yfirmanns hennar. Hæstiréttur sneri þar við dómi undirréttar sem hafði sýknað hana af ákæru um að hafa brotið lög með því að birta upptöku með ósæmilegu efni. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

14.11. Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Áreitni algeng í evrópskum þinghúsum

16.10. Kynjamisrétti, áreitni og ofbeldi í garð kvenna leynist víða í þinghúsum Evrópu. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem unnin var fyrir Evrópuráðsþingið (PACE). 47% kvennanna höfðu sætt hótunum um líflát, nauðgun eða barsmíðar og 68% höfðu sætt kynferðislegum athugasemdum tengdum útliti og kyni. Meira »

#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

26.9. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi. Meira »

Konur svara Trump með nýju myllumerki

23.9. Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter þar sem hann dró í efa sannleiksgildi frásagnar Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Kavanan­augh, dóm­ara­efni Trumps, um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hefur nú getið af sér nýtt myllumerki í anda #metoo. Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

21.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Hættur vegna #Metoo-greinar

19.9. Ian Buruma, ritstjóri hins virta tímarits New York Review of Books, er hættur störfum þar eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að birta grein sem hefur verið fordæmd fyrir að móðga #MeeToo-hreyfinguna og fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Meira »

Moonves víkur í kjölfar ásakana

9.9. Yfirmaður bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS í Bandaríkjunum, Les Moonves, mun víkja úr starfi að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Þetta gerist í kjölfar ásakana kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega eða beitt þær kynferðisofbeldi. Meira »

Mál gegn Spacey látið niður falla

5.9. Kevin Spacey verður ekki lögsóttur fyrir kynferðisofbeldi sem hann er grunaður um að hafa beitt árið 1992. Héraðsdómur Los Angeles hefur tilkynnt að málið sé fyrnt. Meira »

„Oft erfitt að tilkynna“

21.8. „Af öllum þessum #metoo-hópum sem stigu fram voru 17 frásagnir af nauðgunum. 9 af þeim voru frá íþróttum,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta. Hafdís var í starfshópi sem kynnti í dag tillögur sínar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni í íþróttum. Meira »

Argento „særð og í áfalli“

21.8. Ítalska leik­kon­an Asia Arg­ento þvertekur fyrir að hafa beitt leikarann Jimmy Bennett kynferðislegu ofbeldi þegar hann var 17 ára. Hún segir að 380 þúsund Banda­ríkja­dalir, 41 millj­ón króna, sem hún greiddi honum hafi verið hugmynd frá þáverandi kærasta hennar til að aðstoða Bennett fjárhagslega. Meira »