#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

Greindi frá áreitni og dæmd í fangelsi

10:04 Indónesísk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi af hæstarétti landsins fyrir að hafa tekið upp kynferðislega áreitni af hálfu yfirmanns hennar. Hæstiréttur sneri þar við dómi undirréttar sem hafði sýknað hana af ákæru um að hafa brotið lög með því að birta upptöku með ósæmilegu efni. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

14.11. Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Áreitni algeng í evrópskum þinghúsum

16.10. Kynjamisrétti, áreitni og ofbeldi í garð kvenna leynist víða í þinghúsum Evrópu. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem unnin var fyrir Evrópuráðsþingið (PACE). 47% kvennanna höfðu sætt hótunum um líflát, nauðgun eða barsmíðar og 68% höfðu sætt kynferðislegum athugasemdum tengdum útliti og kyni. Meira »

#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

26.9. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi. Meira »

Konur svara Trump með nýju myllumerki

23.9. Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter þar sem hann dró í efa sannleiksgildi frásagnar Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Kavanan­augh, dóm­ara­efni Trumps, um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hefur nú getið af sér nýtt myllumerki í anda #metoo. Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

21.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Hættur vegna #Metoo-greinar

19.9. Ian Buruma, ritstjóri hins virta tímarits New York Review of Books, er hættur störfum þar eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að birta grein sem hefur verið fordæmd fyrir að móðga #MeeToo-hreyfinguna og fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Meira »

Moonves víkur í kjölfar ásakana

9.9. Yfirmaður bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS í Bandaríkjunum, Les Moonves, mun víkja úr starfi að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Þetta gerist í kjölfar ásakana kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega eða beitt þær kynferðisofbeldi. Meira »

Mál gegn Spacey látið niður falla

5.9. Kevin Spacey verður ekki lögsóttur fyrir kynferðisofbeldi sem hann er grunaður um að hafa beitt árið 1992. Héraðsdómur Los Angeles hefur tilkynnt að málið sé fyrnt. Meira »

„Oft erfitt að tilkynna“

21.8. „Af öllum þessum #metoo-hópum sem stigu fram voru 17 frásagnir af nauðgunum. 9 af þeim voru frá íþróttum,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta. Hafdís var í starfshópi sem kynnti í dag tillögur sínar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni í íþróttum. Meira »

Argento „særð og í áfalli“

21.8. Ítalska leik­kon­an Asia Arg­ento þvertekur fyrir að hafa beitt leikarann Jimmy Bennett kynferðislegu ofbeldi þegar hann var 17 ára. Hún segir að 380 þúsund Banda­ríkja­dalir, 41 millj­ón króna, sem hún greiddi honum hafi verið hugmynd frá þáverandi kærasta hennar til að aðstoða Bennett fjárhagslega. Meira »

Munu hafa öryggi iðkenda í 1. sæti

21.8. „Það er mjög áberandi á Íslandi hvað hlutfall þátttakenda í íþróttum er hátt. Það sem við erum að gera nær til svo stórs hóps,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Starfshópur kynnti í dag tillögur um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Meira »

Tekjur af mynd Spacey 14 þúsund krónur

20.8. Kvikmyndin Billionaire Boys Club, sem er fyrsta myndin sem leikarinn Kevin Spacey kemur fram í frá því hann var sakaður um kynferðislegt ofbeldi, var frumsýnd á föstudag. Tekjur af myndinni námu 126 Bandaríkjadölum, sem svarar til tæplega 14 þúsund króna, á fyrsta sýningardegi. Meira »

Argento sökuð um kynferðislegt ofbeldi

20.8. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem var ein af þeim sem leiddu #MeToo-hreyfinguna eftir að hafa sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað henni, greiddi manni sem sakaði hana um kynferðislegt ofbeldi fyrir að þegja. Meira »

71% telja #MeToo-umræðuna jákvæða

13.8. Mikill meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR framkvæmdi dagana 16.-22. maí 2018. Meira »

Rannsaka ásakanir í garð Moonves

27.7. Stjórn CBS sjónvarpsstöðvarinnar greindi í dag frá því að hún muni rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur Les Moonves, framkvæmdastjóra CBS. Dagblaðið New Yorker er sagt vera með grein í vinnslu um hegðun Moonves í garð kvenna. Meira »

Anderson sakaður um kynferðislegt ofbeldi

24.7. Bandaríski leikarinn Anthony Anderson, sem fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Black-ish, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi en atvikið átti sér stað fyrir ári. Meira »

Kæri kynferðisofbeldi vegna HM

18.7. Lögreglustjóri Parísar hvatti í dag þær konur sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni í kjölfar fagnaðarlátanna sem brutust út er Frakkar unnu heimsmeistarakeppnina í fótbolta að leggja fram kærur. Tugir frásagna af kynferðisofbeldi hafa verið birtar á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Meira »

Ráðherra segir af sér vegna skilaboða

14.7. Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands, hefur sagt af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða sem hann sendi tveimur konum. Smáskilaboðin verða gerð opinber í Sunday Mirror á morgun. Meira »

Jafnréttismál forgangsverkefni

27.6. Fyrirhuguð ráðstefna um #metoo-bylgjuna var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.  Meira »

Í mál við bræðralag vegna kynlífsmynda

15.6. Kona frá Arizona hefur nú höfðað mál gegn fyrrverandi kærasta sínum og öðrum liðsmönnum í bræðralagi hans við Delta Sigma Phi bræðralagið við University of Central Florida fyrir að deila kynlífsmyndum af sér án sinnar heimildar. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun í Nóbel-skandal

12.6. Franski ljósmyndarinn sem varð þess valdur að afhendingu Nóbelsverðlauna var frestað hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Jean-Claude Arnault er grunaður um tvær nauðganir sem ná aftur til ársins 2011. Meira »

15 í samstarf um #metoo aðgerðir

11.6. „Við sáum að það yrði erfiðara að gera raunverulegar breytingar til framtíðar á atvinnumarkaði ef allir væru að vinna hver í sínu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, fulltrúi FKA um málefni #metoo. Meira »

Blekkt til að láta sönnunargögn af hendi

2.6. Þrjár leikkonur höfðuðu í gær mál gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og saka hann um kynferðislegt ofbeldi. Saka þær Weinstein m.a. um að hafa haldið sér fanginni og segir ein þeirra lögfræðing Weinstein hafa blekkt sig til að láta sönnunargögn af hendi. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

31.5. Kvikmyndagerðarmaðurinn Harvey Weinstein var ákærður formlega fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í New York í gær. Lögmaður hans segir að Weinstein sé saklaus og harðneiti þessum ásökunum sem fram komi í ákærunni. Meira »

Ekki byrlað ólyfjan

29.5. Ekkert bendir til þess að leikkonu og fyrirsætu, sem sakaði franska kvikmyndagerðarmanninn Luc Besson um að hafa nauðgað sér á hóteli í París, hafi verið byrlað ólyfjan. Meira »

Beitti þúsundir nemenda kynferðsofbeldi

26.5. Rektor háskóla í Kaliforníu sagði af sér í dag, en skólinn á nú yfir höfði sér tvær hópmálsóknir frá þúsundum kvenna vegna kvensjúkdómalæknis skólans, sem sakaður er um að hafa beitt nemendur kynferðisofbeldi áratugum saman. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

25.5. „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Umræðan úr samtölum yfir á netið

25.5. Fyrir tíma samfélagsmiðla greindu brotaþolar yfirleitt einhverjum í nærumhverfinu frá ef þeir höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta breyst og umræðan færst þangað inn. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu á Manhattan í New York í morgun og skömmu síðar var gefin út yfirlýsing um að hann hefði verið handtekinn og ákærður. Meira »