#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

71% telja #MeToo-umræðuna jákvæða

13.8. Mikill meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR framkvæmdi dagana 16.-22. maí 2018. Meira »

Rannsaka ásakanir í garð Moonves

27.7. Stjórn CBS sjónvarpsstöðvarinnar greindi í dag frá því að hún muni rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur Les Moonves, framkvæmdastjóra CBS. Dagblaðið New Yorker er sagt vera með grein í vinnslu um hegðun Moonves í garð kvenna. Meira »

Anderson sakaður um kynferðislegt ofbeldi

24.7. Bandaríski leikarinn Anthony Anderson, sem fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Black-ish, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi en atvikið átti sér stað fyrir ári. Meira »

Kæri kynferðisofbeldi vegna HM

18.7. Lögreglustjóri Parísar hvatti í dag þær konur sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni í kjölfar fagnaðarlátanna sem brutust út er Frakkar unnu heimsmeistarakeppnina í fótbolta að leggja fram kærur. Tugir frásagna af kynferðisofbeldi hafa verið birtar á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Meira »

Ráðherra segir af sér vegna skilaboða

14.7. Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands, hefur sagt af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða sem hann sendi tveimur konum. Smáskilaboðin verða gerð opinber í Sunday Mirror á morgun. Meira »

Jafnréttismál forgangsverkefni

27.6. Fyrirhuguð ráðstefna um #metoo-bylgjuna var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.  Meira »

Í mál við bræðralag vegna kynlífsmynda

15.6. Kona frá Arizona hefur nú höfðað mál gegn fyrrverandi kærasta sínum og öðrum liðsmönnum í bræðralagi hans við Delta Sigma Phi bræðralagið við University of Central Florida fyrir að deila kynlífsmyndum af sér án sinnar heimildar. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun í Nóbel-skandal

12.6. Franski ljósmyndarinn sem varð þess valdur að afhendingu Nóbelsverðlauna var frestað hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Jean-Claude Arnault er grunaður um tvær nauðganir sem ná aftur til ársins 2011. Meira »

15 í samstarf um #metoo aðgerðir

11.6. „Við sáum að það yrði erfiðara að gera raunverulegar breytingar til framtíðar á atvinnumarkaði ef allir væru að vinna hver í sínu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, fulltrúi FKA um málefni #metoo. Meira »

Blekkt til að láta sönnunargögn af hendi

2.6. Þrjár leikkonur höfðuðu í gær mál gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og saka hann um kynferðislegt ofbeldi. Saka þær Weinstein m.a. um að hafa haldið sér fanginni og segir ein þeirra lögfræðing Weinstein hafa blekkt sig til að láta sönnunargögn af hendi. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

31.5. Kvikmyndagerðarmaðurinn Harvey Weinstein var ákærður formlega fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í New York í gær. Lögmaður hans segir að Weinstein sé saklaus og harðneiti þessum ásökunum sem fram komi í ákærunni. Meira »

Ekki byrlað ólyfjan

29.5. Ekkert bendir til þess að leikkonu og fyrirsætu, sem sakaði franska kvikmyndagerðarmanninn Luc Besson um að hafa nauðgað sér á hóteli í París, hafi verið byrlað ólyfjan. Meira »

Beitti þúsundir nemenda kynferðsofbeldi

26.5. Rektor háskóla í Kaliforníu sagði af sér í dag, en skólinn á nú yfir höfði sér tvær hópmálsóknir frá þúsundum kvenna vegna kvensjúkdómalæknis skólans, sem sakaður er um að hafa beitt nemendur kynferðisofbeldi áratugum saman. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

25.5. „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Umræðan úr samtölum yfir á netið

25.5. Fyrir tíma samfélagsmiðla greindu brotaþolar yfirleitt einhverjum í nærumhverfinu frá ef þeir höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta breyst og umræðan færst þangað inn. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu á Manhattan í New York í morgun og skömmu síðar var gefin út yfirlýsing um að hann hefði verið handtekinn og ákærður. Meira »

„Ábyrgð fjölmiðla er mikil“

25.5. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir ábyrgð fjölmiðla mikla þegar kemur að umfjöllun um kynferðisbrotamál. Ástæða þess að gerendur eru oft ekki nafngreindir sé ekki í virðingu við þá heldur brotaþolann. Meira »

Weinstein gefur sig fram við lögreglu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur gefið sig fram við lögreglu í New York en gera má ráð fyrir því að hann verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Fjöldi blaða- og fréttamanna sátu fyrir Weinstein þegar hann mætti á lögreglustöðina á Manhattan nú fyrir skömmu. Meira »

Úr fangelsi í framboð

25.5. Nazanin Askari kom til Íslands sem pólitískur flóttamaður árið 2012 eftir að hafa sætt pyntingum og fangelsisvist fyrir skoðanir sínar í heimalandinu, Íran. Hún flúði land þegar hún átti yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að berjast fyrir réttindum kvenna. Meira »

Svíar herða refsingar í kynferðisbrotum

24.5. Refsing fyrir kynferðisbrot verður hert í Svíþjóð með nýjum lögum sem taka gildi 1. júlí. Eins verður gerð krafa um að samþykki liggi fyrir og skiptir engu hvort um ofbeldi er að ræða. Meira »

Kvarta undan kynferðislegri áreitni

23.5. Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa lagt fram formlega kvörtun gegn fyrirtækinu vegna kynferðislegrar áreitni í starfi. Meira »

Vissu um ofbeldið en þögðu

22.5. Bandaríska sundkonan og verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og fyrrverndi heimsmethafi, Ariana Kukors Smith, höfðaði í gær mál gegn bandaríska sundsambandinu sem hún sakar um að hafa hylmt yfir með þjálfara hennar þrátt fyrir að hafa vitað að hann hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Weinstein ekki velkominn aftur

19.5. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem hefur sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes, segir að hann verði aldrei velkominn þangað aftur. Meira »

Gagnrýnendur gengu út

15.5. Nýjasta kvikmynd leikstjórans umdeilda Lars von Trier, The House That Jack Built, vakti upp mikla reiði eftir að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meira »

Taka höndum saman gegn kynferðislegri áreitni

15.5. Konur í blaðamannastétt í Japan greindu frá því í dag að þær væru að taka höndum saman til þess að berjast gegn kynferðislegu áreiti innan fjölmiðlafyrirtækja. Talið er að kynferðislegt áreiti sé útbreitt í landinu samkvæmt frétt AFP en #MeToo byltingin hefur enn sem komið er ekki náð mikilli fótfestu þar. Meira »

Lækka verði laun leikara

13.5. Hollywood-leikkonan Salma Hayek segir að karlar í stétt leikara verði að sætta sig við lægri laun ef þeim sé alvara um jafnrétti kynjanna. Meira »

Fjarlægja R. Kelly af lagalistum

10.5. Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt lög rapparans R. Kelly af lagalistum sínum sem mælt er með við notendur. R. Kelly hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega misnotkun en fyrir skömmu hvöttu svartar konur innan hreyfingarinnar Time´s Up tónlistariðnaðinn til að grípa til aðgerða gegn honum. Meira »

Grunaði aldrei neitt

10.5. Fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein segir í fyrsta viðtalinu, sem hún fer í síðan fjöldi kvenna sakaði Weinstein um kynferðisofbeldi, áreitni og hótanir, að hún hafi aldrei grunað hann um slíka hegðun. Meira »

Ríkissaksóknari sakaður um ofbeldi

8.5. Ríkissaksóknari New York, Eric Schneiderman, sagði af sér embætti í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fjórar konur sökuðu hann um að hafa beitt þær ofbeldi í grein sem birtist í New Yorker. Meira »

Afar ósáttur við brottvísunina

4.5. Óskarsverðlaunahafinn, kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski, sakar bandarísku kvikmyndaakademíuna (US Academy of Motion Picture Arts and Sciences) um áreitni eftir að hún vísaði honum og bandaríska leikaranum Bill Cosby, úr akademíunni í gær. Meira »