Biður hluthafa afsökunar

Biður hluthafa afsökunar

Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður stjórnar Íslandsbanka, biður hluthafa Íslandsbanka afsökunar á slakri framkvæmd bankans við söluna á 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um sem fram fór í mars í fyrra. Hann segir málið hafa verið áfall fyrir stjórn bankans.

Biður hluthafa afsökunar

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 28. júlí 2023

Finn­ur Árna­son, frá­far­andi stjórn­ar­formaður stjórn­ar Íslands­banka, flutti ávarp.
Finn­ur Árna­son, frá­far­andi stjórn­ar­formaður stjórn­ar Íslands­banka, flutti ávarp. mbl.is/Eyþór

Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður stjórnar Íslandsbanka, biður hluthafa Íslandsbanka afsökunar á slakri framkvæmd bankans við söluna á 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um sem fram fór í mars í fyrra. Hann segir málið hafa verið áfall fyrir stjórn bankans.

Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður stjórnar Íslandsbanka, biður hluthafa Íslandsbanka afsökunar á slakri framkvæmd bankans við söluna á 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um sem fram fór í mars í fyrra. Hann segir málið hafa verið áfall fyrir stjórn bankans.

Þetta kom fram í máli hans á hluthafafundi Íslandsbanka sem hófst klukkan ellefu í dag. Finnur fór við sama tækifæri yfir sátt Íslands­banka við fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka Íslands.

Í júní var greint frá því að Íslands­banki hefði geng­ist við því að hafa ekki starfað fylli­lega í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti og venj­ur í verðbréfaviðskipt­um vegna fram­kvæmd­ar á útboðinu sem fór fram. Féllst bank­inn á að greiða 1,2 millj­arða króna í sekt vegna máls­ins. Um er að ræða lang­hæstu sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi.

Finnur tók til máls á fundinum.
Finnur tók til máls á fundinum. mbl.is/Inga Þóra

Seðlabankastjóri vildi ekki ræða við Finn

Finnur greindi frá því að málið hefði verið áfall fyrir stjórn Íslandsbanka.

Jafnframt greindi hann frá erfiðleikum sínum við að fá fund með seðlabankastjóra. Sagði Finnur að hann hefði ítrekað óskað eftir fundi, án árangurs.

mbl.is