Rétt ákvörðun hjá Bjarna

Rétt ákvörðun hjá Bjarna

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra í morgun. 

Rétt ákvörðun hjá Bjarna

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 10. október 2023

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynd/Árni Sæberg

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra í morgun. 

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra í morgun. 

„Hann er að axla ábyrgð, hann telur sér ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum. Þetta er bara rétt ákvörðun,” sagði Kristrún í samtali við blaðamann mbl.is á Alþingi.

Hefði mátt gerast fyrr

Hún sagði ákvörðun Bjarna hafa að sumu leyti komið sér á óvart.

„Þetta mál er búið að hlaðast upp. Þetta er þriðja niðurstaðan sem kemur út í tengslum við þetta mál sem kemur verulega illa út. Fyrst fengum við niðurstöðu ríkisendurskoðunar, síðan fengum við FME-skýrsluna og svo núna þessa niðurstöðu hjá umboðsmanni [Alþingis]. Þessi ákvörðun hefði kannski getað komið fyrr en núna er hún búin að eiga sér stað og hún er rétt,” svaraði hún.

„Umræddur ráðherra er búinn að sitja sem fjármálaráðherra nær óslitið í áratug, þannig að þetta eru stór tímamót.”

Bjarni Benediktsson tilkynnir ákvörðun sína í morgun,
Bjarni Benediktsson tilkynnir ákvörðun sína í morgun, mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin þarf að íhuga stöðu sína

Spurð út í þýðingu þessara tíðinda fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sagði Kristrún að ríkisstjórnin þurfi í heild sinni að ákveða hvort hún telji sig geta sinnt verkefnunum sem fólkið í landinu vill að hún sinni.

„Við í Samfylkingunni erum fyrst og fremst að horfa á efnahagsmálin og stóru velferðarmálin þannig að þetta er í fanginu á þeim [ríkisstjórninni] á þessum tímapunkti og við eigum eftir að sjá hvernig málin þróast í dag. Við höfum ennþá ekkert heyrt frá formönnum hinna flokkanna þannig að í bili er þetta í fanginu á þeim. Þau þurfa að íhuga sína stöðu alveg eins og fjármálaráðherra út frá því hvort þau geta sinnt þessum verkefnum,” sagði hún.

mbl.is