Með göngugrind í flæðarmálinu í Reynisfjöru

Reynisfjara | 3. september 2023

Með göngugrind í flæðarmálinu í Reynisfjöru

Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær þegar hópur gekk út í flæðarmálið þrátt fyrir töluverðan öldugang. Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company tók myndir af ferðamönnunum og birti á Facebook-hópnum, Stupid Things People Do in Iceland, en á einni þeirra má sjá aldraða konu með göngugrind.

Með göngugrind í flæðarmálinu í Reynisfjöru

Reynisfjara | 3. september 2023

Þessar myndir náðust af ferðamönnunum í Reynisfjöru í gær.
Þessar myndir náðust af ferðamönnunum í Reynisfjöru í gær. Samsett mynd

Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær þegar hópur gekk út í flæðarmálið þrátt fyrir töluverðan öldugang. Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company tók myndir af ferðamönnunum og birti á Facebook-hópnum, Stupid Things People Do in Iceland, en á einni þeirra má sjá aldraða konu með göngugrind.

Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær þegar hópur gekk út í flæðarmálið þrátt fyrir töluverðan öldugang. Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company tók myndir af ferðamönnunum og birti á Facebook-hópnum, Stupid Things People Do in Iceland, en á einni þeirra má sjá aldraða konu með göngugrind.

Reynisfjara hefur mikið verið til umfjöllunar enda hafa fimm banaslys orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Reglulega birtist myndefni af undarlegri hegðun ferðamanna í fjörunni sem virðast reglulega koma sér í hættu þrátt fyrir viðvaranir á svæðinu.

Kallar eftir strandverði

Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður sem er reglulega með ferðamenn á svæðinu, segir í samtali við mbl.is að viðvörunarkerfið á svæðinu virki ekki sem skyldi og kallar eftir því að lífvörður eða strandvörður verði ráðinn til að vera á svæðinu. Hann segir það í raun einu lausnina til að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða.

„Þetta er þema sem kemur upp aftur og aftur um þessa strönd. Mér finnst það synd að við skulum ekki fjárfesta í lífvörðum þarna. Það ættu að vera tveir lífverðir á vakt. Kerfið sem er þarna er ónýtt og hefur ekki reynst vel. Það þarf mjög stressaðan mann með flautu,“ segir hann en í Reynisfjöru eru tíu upplýsingaskilti og löggæslumyndavélar. Eitt af skiltunum er ljósaskilti sem er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar.

Kerfið sé „hönnunarlegt slys“

Hann segir upplýsingarnar og kerfið sem er til staðar á svæðinu vera of flókið og sýnir ferðamönnum sem gera sér ekki grein fyrir hættunni mikinn skilning. Hann segir að Íslendingar megi ekki ganga út frá því að allir ferðamenn séu vitleysingar og segir það liggja á ábyrgð Íslands að upplýsa ferðamenn betur. 

„Oftast þegar ég kem þarna er þarna þetta sama gula ljós alveg sama hvernig öldurnar eru. Upplýsingahönnunin er líka mjög slæm á skiltunum. Þetta er dæmi um mjög slæma upplýsingahönnun og mjög slæma fjárfestingu.

Þú þarft tíu mínútur sem Íslendingur til að átta þig á hvað er í gangi hvað þá ef þú talar önnur tungumál og þekkir ekki svæðið. Þetta er hönnunarlegt slys. Fólk er ekki komið til Íslands til að lesa skilti.“

Carlos Mondragón sagði í samtali við DV að hann væri búinn að gefast upp á því að vara fólk við hættunni í fjörunni og að fólk hlustaði ekki á leiðbeiningar sínar. 

mbl.is