Pútín gefur ráðgjafa Prigósjíns nýtt hlutverk

Rússland | 29. september 2023

Pútín gefur ráðgjafa Prigósjíns nýtt hlutverk

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur falið Andrei Trósjev, fyrrverandi ráðgjafa leiðtoga Wagner-hópsins, að leiða sjálfboðaliðasveitir hermanna í Úkraínu. 

Pútín gefur ráðgjafa Prigósjíns nýtt hlutverk

Rússland | 29. september 2023

Vladimír Pútín, Júnus-Bek Jevkúrov og Andrei Trósjev á fundi í …
Vladimír Pútín, Júnus-Bek Jevkúrov og Andrei Trósjev á fundi í Moskvu í gær. AFP/Mikhaíl Metsel

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur falið Andrei Trósjev, fyrrverandi ráðgjafa leiðtoga Wagner-hópsins, að leiða sjálfboðaliðasveitir hermanna í Úkraínu. 

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur falið Andrei Trósjev, fyrrverandi ráðgjafa leiðtoga Wagner-hópsins, að leiða sjálfboðaliðasveitir hermanna í Úkraínu. 

Stjórnvöld í Rússlandi greindu frá þessu í dag og segja Trósjev nú vinna í varnarmálaráðuneyti Rússlands. 

Trósjev var einn helsti ráðgjafi Prigósjíns, sem var leiðtogi Wagner-málaliðahópsins. Prigósjín lést í flugslysi í ágúst. 

„Þú þekkir hvaða vandamál þarf að leysa til þess að hernaðaráætlanir gangi sem best,“ sagði Pútín þegar hann ávarpaði Trósjev á fundi.

Sá gráhærði

Trósjev var kallaður Sedoj, eða sá gráhærði, þegar hann var í Wagner-hópnum. Hann er fyrrverandi hermaður ættaður frá Sankti Pétursborg og hefur meðal annars sinnt verkefnum fyrir rússneska herinn í Afganistan, Tsétséníu og Sýrlandi. 

Hann var einn af leiðtogum Wagner-hópsins og var á lista Evrópusambandsins yfir menn sem þvingunaraðgerðir beindust gegn eftir innrás Rússa í Úkraínu.

mbl.is