Sendiráðið í Rússlandi verður áfram lokað

Rússland | 19. október 2023

Sendiráðið í Rússlandi verður áfram lokað

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að það sé ekki til skoðunar á þessum tímapunkti að opna aftur sendiráð Íslands í Rússlandi. 

Sendiráðið í Rússlandi verður áfram lokað

Rússland | 19. október 2023

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að það sé ekki til skoðunar á þessum tímapunkti að opna aftur sendiráð Íslands í Rússlandi. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að það sé ekki til skoðunar á þessum tímapunkti að opna aftur sendiráð Íslands í Rússlandi. 

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna hvort hann teldi það hafa komið að gagni að loka sendiráði Íslands í Moskvu, ólíkt öðrum þjóðum, „og ef ekki, telur hann koma til greina að hefja aftur starfsemi þar, eins og ég segi, þótt ekki væri nema til að við gætum betur beitt okkur gegn hernaðinum?“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristofer Liljar

Bjarni kvaðst ekki geta sagt lokunin hefði eitthvað sérstaklega komið að gagni.

„Það var hins vegar ákvörðun sem átti sér skýrar forsendur, m.a. þær að starfsemin var í algeru lágmarki og samskiptin nær engin á þeim tíma og það var komið að sendiherraskiptum. Á þessum tímapunkti er ekki til skoðunar að opna aftur en það fylgdi yfirlýsingunni á sínum tíma að það kæmi vel til greina þegar ástandið hefði breyst að nýju. Við erum ekki að slíta stjórnmálasambandi við Rússland þó að við höfum ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðsins,“ sagði Bjarni.

mbl.is