Hafa fengið 385 þúsund nýliða á árinu

Úkraína | 26. október 2023

Hafa fengið 385 þúsund nýliða á árinu

Rússneski herinn hefur skráð 385 þúsund nýliða það sem af er þessu ári. Þetta segja þarlend stjórnvöld.

Hafa fengið 385 þúsund nýliða á árinu

Úkraína | 26. október 2023

Rússneskir hermenn á æfingu fyrr í mánuðinum.
Rússneskir hermenn á æfingu fyrr í mánuðinum. AFP

Rússneski herinn hefur skráð 385 þúsund nýliða það sem af er þessu ári. Þetta segja þarlend stjórnvöld.

Rússneski herinn hefur skráð 385 þúsund nýliða það sem af er þessu ári. Þetta segja þarlend stjórnvöld.

Rússnesk stjórnvöld staðhæfa að þau viti ekki hversu marga hermenn þau hafa misst í innrás sinni í Úkraínu sem hófst fyrir um 20 mánuðum. Þó er talið er að tugir þúsunda hafi fallið.

Herinn í landinu hóf átak, eða herferð, nýlega til þess að fá fleiri Rússa á víglínuna. Bjóða stjórnvöld áhugasömum gríðarlega há laun. Sú herferð hefur skilað fjölda nýrra hermanna, sem er álíka mikill og íbúafjöldi Íslands.

„Hlutfall nýliðaskráninga í herinn hefur hækkað umtalsvert. Fleiri en 1.600 manns skrifa undir samning við hernaðaryfirvöld á hverjum degi,“ sagði Dmítrí Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins í landinu, í myndbandi á samfélagsmiðlum.

Í fyrra náði rússneski herinn að kalla fleiri en 300 þúsund varaliðsmenn til starfa í miðri manneklu. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði fyrr í vikunni að rúmlega 400 þúsund rússneskir hermenn væru að berjast í landinu.

mbl.is