Níu manna fjölskylda skotin til bana í rúmum sínum

Úkraína | 31. október 2023

Níu manna fjölskylda skotin til bana í rúmum sínum

Níu manna fjölskylda, þar af tvö ung börn, fannst látin á heimili sínu í hernumda bænum Volnóvakha í austurhluta Úkraínu á laugardag. Talið er að fólkið hafi verið myrt af málaliðum rússneska hersins í kjölfar ósættis. Rússnesk yfirvöld segja tvo hermenn hafa verið handtekna grunaða um morðin.

Níu manna fjölskylda skotin til bana í rúmum sínum

Úkraína | 31. október 2023

Talið er að fólkið hafi verið myrt af rússneskum hersveitum …
Talið er að fólkið hafi verið myrt af rússneskum hersveitum í kjölfar ósættis. Rússnesk yfirvöld segja tvo hermenn hafa verið handtekna grunaðir um morðin. AFP

Níu manna fjölskylda, þar af tvö ung börn, fannst látin á heimili sínu í hernumda bænum Volnóvakha í austurhluta Úkraínu á laugardag. Talið er að fólkið hafi verið myrt af málaliðum rússneska hersins í kjölfar ósættis. Rússnesk yfirvöld segja tvo hermenn hafa verið handtekna grunaða um morðin.

Níu manna fjölskylda, þar af tvö ung börn, fannst látin á heimili sínu í hernumda bænum Volnóvakha í austurhluta Úkraínu á laugardag. Talið er að fólkið hafi verið myrt af málaliðum rússneska hersins í kjölfar ósættis. Rússnesk yfirvöld segja tvo hermenn hafa verið handtekna grunaða um morðin.

CNN segir frá.

Rannsókn hafin beggja vegna landamæra

Morðin hafa vakið óhug í Úkraínu og yfirvöld beggja ríkja hafa hafið rannsókn á málinu.

Saksóknari í Dónetsk-héraði Úkraínu sagði vopnaða menn í hermannaklæðum hafa fyrr í mánuðinum krafist þess að fólkið yfirgæfi heimili sitt svo rússnesk herdeild gæti hafst þar við. Þegar húseigandinn neitaði að yfirgefa heimili sitt hafi mennirnir hótað fjölskyldunni líkamsmeiðingum og síðan haldið á brott.

Einhverjum dögum síðar hafi byssumenn farið inn í húsið og skotið alla fjölskylduna til bana þegar hún var enn sofandi í rúmum sínum. Yfirvöld í Dónetsk segja um málaliða rússneska hersins að ræða.

mbl.is