„Rétt skref“ fyrir Úkraínu og Evrópu

Úkraína | 8. nóvember 2023

„Rétt skref“ fyrir Úkraínu og Evrópu

Það að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi mælt með því að formlegar viðræður hefjist um aðild Úkraínu að ESB er „rétt skref“ fyrir úkraínsk stjórnvöld og Evrópu.

„Rétt skref“ fyrir Úkraínu og Evrópu

Úkraína | 8. nóvember 2023

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ásamt Selenskí Úkraínuforseta …
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ásamt Selenskí Úkraínuforseta á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum. AFP/Anatilii Stepanov

Það að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi mælt með því að formlegar viðræður hefjist um aðild Úkraínu að ESB er „rétt skref“ fyrir úkraínsk stjórnvöld og Evrópu.

Það að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi mælt með því að formlegar viðræður hefjist um aðild Úkraínu að ESB er „rétt skref“ fyrir úkraínsk stjórnvöld og Evrópu.

Þetta sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.

Framkvæmdastjórnin mælti einnig með því fyrr í dag að formlegar viðræður hæfust við Moldóvu um aðild að sambandinu.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa áður sagt að aðildarferlið eigi að vera hraðara en ella vegna innrásar Rússa í landið.

„Í dag hefur saga Úkraínu og allrar Evrópu tekið rétt skref,“ sagði Selenskí á Telegram. „Landið okkar á að vera í Evrópusambandinu.“

Skjáskot frá því í gær sem sýnir rússneska herinn skjóta …
Skjáskot frá því í gær sem sýnir rússneska herinn skjóta flugskeytum á loft. AFP

Úkraína óskaði eftir aðild að ESB skömmu eftir innrás Rússa árið 2022 og fékk landið í kjölfarið stöðu sem mögulegt aðildarríki, en ríki ESB hafa útvegað Úkraínumönnum vopn gegn Rússum.

ESB hefur sett þrýsting á úkraínsk stjórnvöld um að halda áfram umbótum sínum gegn spillingu í landinu til að hægt sé að hraða aðildarferlinu.

„Úkraínumenn eiga þetta skilið, bæði vegna þess að þeir hafa varið evrópsk gildi og vegna þess að jafnvel á meðan stríð hefur ríkt höfum við staðið við loforð okkar um þróun ríkisstofnana,“ sagði Selenskí og hélt áfram: „Við erum að taka allar nauðsynlegu ákvarðanirnar.“

mbl.is