Ragnhildur Steinunn í samkeppni við Epal

Hönnun | 14. nóvember 2023

Ragnhildur Steinunn í samkeppni við Epal

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona festi kaup á verslununum Duxiana og Gegnum glerið fyrr á árinu ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Guðnasyni og vinhjónunum Martinu Vigdísi Nardini og Jóni Helga Erlendssyni. Í dag opna þau nýja og breytta verslun undir nafninu Verona. 

Ragnhildur Steinunn í samkeppni við Epal

Hönnun | 14. nóvember 2023

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er einn af eigendum Verona.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er einn af eigendum Verona. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona festi kaup á verslununum Duxiana og Gegnum glerið fyrr á árinu ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Guðnasyni og vinhjónunum Martinu Vigdísi Nardini og Jóni Helga Erlendssyni. Í dag opna þau nýja og breytta verslun undir nafninu Verona. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona festi kaup á verslununum Duxiana og Gegnum glerið fyrr á árinu ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Guðnasyni og vinhjónunum Martinu Vigdísi Nardini og Jóni Helga Erlendssyni. Í dag opna þau nýja og breytta verslun undir nafninu Verona. 

„Við höfum nú sameinað þessar tvær verslanir á nýjum stað í Ármúla 17 undir nafninu Verona. Duxiana verður okkar helsta vörumerki enda leggjum við áherslu á gæðahönnun og vörur sem eru framleiddar með sjálfbærni og langtíma endingu að leiðarljósi. Okkar markmið er að bjóða upp á hönnunarvörur sem eldast með eigendum sínum,” segir Ragnhildur Steinunn í fréttatilkynningu. 

Verona mun bjóða upp á úrval ljósa fráLouisPoulsen, ítalskar innréttingar og húsgögn fráMolteni&C, vefnaðarvöru frá Georg Jensen Damask ogGANT og handgerðar vörur frá Lambert.

Hér má sjá hið fræga PH-ljós frá Louis Poulsen á …
Hér má sjá hið fræga PH-ljós frá Louis Poulsen á fallegu heimili sem hannað var af Rut Káradóttur. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Ljóst er að ein rótgrónasta hönnunarverslun Íslands, Epal, sem stofnuð var af Eyjólfi Pálssyni fyrir rúmlega 40 árum er komin með meiri samkeppni. Hingað til hafa PH-ljósin frægu aðallega verið seld í Epal. Áður fyrr var hægt að kaupa stöku lampa frá Louis Poulsen í Duxiana og Gegnum glerið en nú er hægt að fá PH-loftljós og lampa í ýmsum útgáfum í Ármúlanum hjá Ragnhildi Steinunni og viðskiptafélögum hennar.  

„Nafnið Verona hefur sterka þýðingu í hugum okkar eigenda enda höfum við öll sérstaka tengingu við þessa fallegu borg. Við hlökkum til að taka vel á móti viðskiptavinum okkar, gömlum og nýjum, með ítölsku kaffi í Ármúlanum”, segir Haukur Ingi framkvæmdastjóri Verona í fréttatilkynningu. 

Haukur Ingi Guðnason er framkvæmdastjóri Verona.
Haukur Ingi Guðnason er framkvæmdastjóri Verona. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Jón Helgi Erlendsson, Martina Vigdís Nardini, Haukur Ingi Guðnason og …
Jón Helgi Erlendsson, Martina Vigdís Nardini, Haukur Ingi Guðnason og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir eru eigendur Verona. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
mbl.is