Áttu leyniástarfundi á Íslandi

Allt fyrir ástina | 18. nóvember 2023

Áttu leyniástarfundi á Íslandi

Bandaríski sakamálarithöfundurinn Dan Brown kynntist unnustu sinni, Judith Pietersen, á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Var því svo farið að hún gat ekki heimsótt heimalands hans á þessum tíma og hann ekki hennar. Því áttu þau leyniástarfundi hér á Íslandi. 

Áttu leyniástarfundi á Íslandi

Allt fyrir ástina | 18. nóvember 2023

Judith Pietersen og Dan Brown.
Judith Pietersen og Dan Brown. mbl.is/Stella Andrea

Bandaríski sakamálarithöfundurinn Dan Brown kynntist unnustu sinni, Judith Pietersen, á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Var því svo farið að hún gat ekki heimsótt heimalands hans á þessum tíma og hann ekki hennar. Því áttu þau leyniástarfundi hér á Íslandi. 

Bandaríski sakamálarithöfundurinn Dan Brown kynntist unnustu sinni, Judith Pietersen, á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Var því svo farið að hún gat ekki heimsótt heimalands hans á þessum tíma og hann ekki hennar. Því áttu þau leyniástarfundi hér á Íslandi. 

„Á covid-tímanum hittumst við unnusta mín hér nokkrum sinnum. Hún er hollensk og á þessum tíma komst ég ekki inn í heimaland hennar og hún ekki í mitt. Ísland varð því leyniáfangastaður okkar og við urðum ástfangin af landinu. Við erum mjög þakklát fyrir alla gestrisnina sem okkur hefur verið sýnd hér,“ segir Brown í samtali við Morgunblaðið í dag. 

Brown og Pietersen eru hér á landi um þessar mundir vegna Iceland Noir-bókmenntahátíðarinnar. Alls stoppa þau í tíu daga hér á landi að þessu sinni.

„Þetta er í fimmta skipti sem ég kem til Íslands. Ég elska það, bókstaflega,“ segir hann glaður í bragði. „Að þessu sinni er ég búinn að fara á Tröllaskaga og á Depla Farm þar sem ég fór í þyrluflug yfir jöklasvæðið. Svo ætla ég að fara á vélsleða og skoða íshelli.“

mbl.is