Kristín og Sverrir Bergmann orðin hjón

Brúðkaup | 28. ágúst 2023

Kristín og Sverrir Bergmann orðin hjón

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir eru orðin hjón. Þau gengu í það heilaga síðastliðna helgi við fallega og stjörnum prýdda athöfn.

Kristín og Sverrir Bergmann orðin hjón

Brúðkaup | 28. ágúst 2023

Kristín Eva Geirsdóttir og Sverrir Bergmann eru orðin hjón.
Kristín Eva Geirsdóttir og Sverrir Bergmann eru orðin hjón. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir eru orðin hjón. Þau gengu í það heilaga síðastliðna helgi við fallega og stjörnum prýdda athöfn.

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir eru orðin hjón. Þau gengu í það heilaga síðastliðna helgi við fallega og stjörnum prýdda athöfn.

Sverrir og Kristín trúlofuðu sig hinn 9. nóvember síðastliðinn, en þau eiga saman tvær dætur, þær Ástu Berthu og Sunnu Stellu. 

Að athöfn lokinni tók við sannkölluð tónlistarveisla þar sem fjöldi tónlistarfólks steig á svið, þar á meðal Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Af myndum að dæma virtust brúðhjónin alsæl með daginn og veisluna sem einkenndist af alvöru stuði og stemningu.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

Hjónin nýgift.
Hjónin nýgift. Skjáskot/Instagram
Það vantaði ekki upp á gleðina í veislunni.
Það vantaði ekki upp á gleðina í veislunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is