Steinunn og Þorsteinn fundu hvort annað á lítilli eyju

Brúðkaup | 1. febrúar 2024

Steinunn og Þorsteinn fundu hvort annað á lítilli eyju

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í gærkvöldi. Steinunn, sem er einn af virtustu rithöfundum landsins var um fertugt þegar hún fann ástina á lítilli eyju. Steinunn og Þorsteinn Hauksson tónskáld sögðu söguna af þeirra fyrstu kynnum í Heimilislífi á dögunum. 

Steinunn og Þorsteinn fundu hvort annað á lítilli eyju

Brúðkaup | 1. febrúar 2024

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í gærkvöldi. Steinunn, sem er einn af virtustu rithöfundum landsins var um fertugt þegar hún fann ástina á lítilli eyju. Steinunn og Þorsteinn Hauksson tónskáld sögðu söguna af þeirra fyrstu kynnum í Heimilislífi á dögunum. 

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í gærkvöldi. Steinunn, sem er einn af virtustu rithöfundum landsins var um fertugt þegar hún fann ástina á lítilli eyju. Steinunn og Þorsteinn Hauksson tónskáld sögðu söguna af þeirra fyrstu kynnum í Heimilislífi á dögunum. 

Sagan af því hvernig þið kynntust er svo skemmtileg. Getum við rifjað hana upp?

„Já, ég fór til spákonu sem hét Lára Guðbrandsdóttir. Vinkona mín var búin að segja mér frá því hvað hún væri frábær. Hún spáði því, þetta gerist í mesta lagi eftir fimm ár, þá hittir þú manninn þinn. Í þetta skipti verður þú mjög heppin og þú hittir hann á eyju og það verða sirka 40 manns á eyjunni,“ segir Steinunn. 

Þorsteinn man mjög vel eftir því hvernig þetta atvikaðist þegar þau hnutu um hvort annað í Viðey.

„Okkar fyrstu kynni voru þannig að ég hélt ræðu fyrir hana,“ segir Þorsteinn glettinn. 

Þannig að Steinunn hefur heillast af mælsku þinni og orðaforða?

„Ég er nú ekki alveg viss um það. Ég horfði yfir salinn. Þarna er þessi Steinunn Sigurðardóttir,“ segir hann.

Steinunn Sigurðardóttir skáld og Þorsteinn Hauksson tónskáld kynntust á lítilli …
Steinunn Sigurðardóttir skáld og Þorsteinn Hauksson tónskáld kynntust á lítilli eyju. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is