Voru að skoða fúin hús í 101 en enduðu í Hlíðunum

Heimilislíf | 23. nóvember 2023

Voru að skoða fúin hús í 101 en enduðu í Hlíðunum

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn, Sverrir Norland, býr ásamt eiginkonu sinni, Cerise Fontaine og börnum þeirra tveimur í einstaklega fallegri íbúð í Hlíðunum. Þetta er sannkallað listamannaheimili en Fontaine er listfræðingur og bókaútgefandi. Á dögunum fagnaði Sverrir því að bók hans, Kletturinn, væri komin út. 

Voru að skoða fúin hús í 101 en enduðu í Hlíðunum

Heimilislíf | 23. nóvember 2023

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn, Sverrir Norland, býr ásamt eiginkonu sinni, Cerise Fontaine og börnum þeirra tveimur í einstaklega fallegri íbúð í Hlíðunum. Þetta er sannkallað listamannaheimili en Fontaine er listfræðingur og bókaútgefandi. Á dögunum fagnaði Sverrir því að bók hans, Kletturinn, væri komin út. 

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn, Sverrir Norland, býr ásamt eiginkonu sinni, Cerise Fontaine og börnum þeirra tveimur í einstaklega fallegri íbúð í Hlíðunum. Þetta er sannkallað listamannaheimili en Fontaine er listfræðingur og bókaútgefandi. Á dögunum fagnaði Sverrir því að bók hans, Kletturinn, væri komin út. 

„Sannleikurinn er sá að við Cerise, verandi eins og við erum, vorum að skoða fúin, brakandi hús sem var örugglega reimt í í flestum tilvika niður í bæ. Við vorum að reyna að finna eitthvað þar. En mamma og pabbi voru svo vingjarnleg eins og þau eru og vinsamleg og þau sáu auglýsta þessa íbúð hér og skutust til að skoða hana. Þá vorum við heimsborgararnir í annaðhvort Mexíkó eða Japan. Við ferðuðumst í hálft ár með dóttur okkur áður en við komum aftur,“ segir Sverrir og bætir við. 

„Það voru eiginlega þau sem fundu íbúðina fyrir okkur.  Og sannfærðu okkur um að kaupa ekki einhverja íbúð eða gamalt hús niður í bæ sem hefðu hrunið ári síðar. Heldur frekar íbúð í Hlíðunum sem er rétt hjá þeim,“ segir Sverrir en hann er uppalinn í Hlíðunum og þar búa foreldrar hans enn. 

mbl.is