Grímur og Svana giftust við virki frá 1550 á Mallorca

Brúðkaup | 24. september 2023

Grímur og Svana giftust við virki frá 1550 á Mallorca

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í hjónaband á spænsku eyjunni Mallorca í gær. Brúðkaupið fór fram á La Fortaleza sem er talinn vera einn ævintýralegasti staður eyjarinnar til þess að játa ást sína. Um er að ræða herragarð sem hægt er að leigja ef fólk vill halda einkateiti eins og þetta brúðkaup og vill hafa allt sem glæsilegast. 

Grímur og Svana giftust við virki frá 1550 á Mallorca

Brúðkaup | 24. september 2023

Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir giftu sig á sögufrægum …
Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir giftu sig á sögufrægum stað á Mallorca. Samsett mynd

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í hjónaband á spænsku eyjunni Mallorca í gær. Brúðkaupið fór fram á La Fortaleza sem er talinn vera einn ævintýralegasti staður eyjarinnar til þess að játa ást sína. Um er að ræða herragarð sem hægt er að leigja ef fólk vill halda einkateiti eins og þetta brúðkaup og vill hafa allt sem glæsilegast. 

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í hjónaband á spænsku eyjunni Mallorca í gær. Brúðkaupið fór fram á La Fortaleza sem er talinn vera einn ævintýralegasti staður eyjarinnar til þess að játa ást sína. Um er að ræða herragarð sem hægt er að leigja ef fólk vill halda einkateiti eins og þetta brúðkaup og vill hafa allt sem glæsilegast. 

La Fortaleza er afskekkt í dag en þó arfavinsæll ef halda á fínar veislur. Fyrirsætan Helen Lindes og körfuboltamaðurinn Rudy Fernandez giftu sig á sama stað og líka hinn frægi tennisleikari Rafael Nadal og eiginkona hans Mery Perelló.

Mikið er lagt í upplifun gestanna með lýsingu og lúxus og engu sleppt þegar kemur að smáatriðum til þess að auka upplifun. La Fortaleza státar af heillandi arkitektúr sem er í anda miðaldakastala. Náttúran sem umlykur staðinn er svo heillandi að brúðkaupsgestir áttu varla til lýsingarorð í sínum orðaforða. Þegar arkitektúrinn og Miðjarðarhafsútsýnið mætast þá verður fólk orðlaust. Það sem gerir arkitektúrinn einna mest spennandi er tilkomumikið virki frá 1550 en við það gengu Grímur og Svanhildur Nanna í hjónaband en áður gengu þau meðfram sundlauginni sem skapaði hrifningu á meðal gesta. 

Hér má virkið sem byggt var 1550.
Hér má virkið sem byggt var 1550. Ljósmynd/Pablo Laguia
Ljósmynd/Pablo Laguia

Það hefði verið afleitt ef Svanhildur Nanna hefði klæðst látlausum og goslausum kjól. Hún var hinsvegar í stórum og miklum prinsessukjól í ljósum lit sem glampaði á. Pilsið var mikið um sig í mörgum lögum en toppurinn á kjólnum minnti á korsilett frá miðöldum. Til þess að auka fegurðina var hún með hárið tekið frá andlitinu og var það sett í frjálslegan hnút aftur í hnakkanum. Hún var því eins og sönn ævintýraprinsessa þegar hún gekk að eiga Grím sinn sem klæddist ljósum jakka og var í svörtum buxum við. 

Frægir á ferð! 

Þegar boðið er til ævintýraveislu á suðrænni eyju í september þá segir fólk ekki nei. La Fortaleza er heldur ekkert Magaluf með sápukúludiskótekum og sólbrenndum Bretum. Á meðal gesta voru Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jónas Hagan Guðmundsson, fjárfestir og fyrrverandi viðskiptafélagi Gríms, Magnús Scheving íþróttaálfur og kona hans, Hrefna Björk Sverrisdóttir veitingahúsaeigandi. Þar var líka Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginmaður hennar Sveinn Friðrik Ey­dal Sveins­son. Faðir brúðgumans, Garðar Kjartansson, fasteignasali og skemmtistaðaeigandi, lét sig ekki vanta og var kærasta hans, Bentína Björgólfsdóttir, með í för. 

Þar var líka Haraldur Þórðarson forstjóri Fossa og Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistamaður, Guðmundur Björnsson bankamaður og eiginkona hans Þórunn Sif Garðarsdóttir, tónlistarmaðurinn Ingibjörg Friðriksdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. 

Augljóst er að brúðkaupsskipuleggjandinn Mandy Lago gerði gott mót enda allir í skýjunum. 

Smartland óskar Grími og Svanhildi Nönnu til hamingju með ráðahaginn!

Hér má sjá byggingarstílinn og stemninguna. Þetta eru þó ekki …
Hér má sjá byggingarstílinn og stemninguna. Þetta eru þó ekki Grímur og Svanhildur Nanna á myndinni heldur mynd frá heimsíðu húsnæðisins. Ljósmynd/Pablo Laguia
Eins og sést er að hægt að halda einstök teiti …
Eins og sést er að hægt að halda einstök teiti á þessum stað. Ljósmynd/Pablo Laguia
mbl.is