Ofurbrúðkaup á Nesinu, Mallorca, Alicante og Ítalíu

Brúðkaup | 30. desember 2023

Ofurbrúðkaup á Nesinu, Mallorca, Alicante og Ítalíu

Árið 2023 hélt fólk áfram að ganga í hjónaband. Brúðkaupin voru mörg hóflegri og smærri en í fyrra. Tónlistarkonan Greta Salóme kaus látlaust brúðkaup og létu sum pör ferð til sýslumanns duga. Þó voru nokkrir greifar sem héldu áfram að ferðast erlendis til að fagna ástinni – sem má auðvitað líka enda á brúðkaupsdagurinn að vera besti dagur í lífi fólks.

Ofurbrúðkaup á Nesinu, Mallorca, Alicante og Ítalíu

Brúðkaup | 30. desember 2023

Fjöldi hjóna gengu í hjónaband í sumar.
Fjöldi hjóna gengu í hjónaband í sumar. Samsett mynd

Árið 2023 hélt fólk áfram að ganga í hjónaband. Brúðkaupin voru mörg hóflegri og smærri en í fyrra. Tónlistarkonan Greta Salóme kaus látlaust brúðkaup og létu sum pör ferð til sýslumanns duga. Þó voru nokkrir greifar sem héldu áfram að ferðast erlendis til að fagna ástinni – sem má auðvitað líka enda á brúðkaupsdagurinn að vera besti dagur í lífi fólks.

Árið 2023 hélt fólk áfram að ganga í hjónaband. Brúðkaupin voru mörg hóflegri og smærri en í fyrra. Tónlistarkonan Greta Salóme kaus látlaust brúðkaup og létu sum pör ferð til sýslumanns duga. Þó voru nokkrir greifar sem héldu áfram að ferðast erlendis til að fagna ástinni – sem má auðvitað líka enda á brúðkaupsdagurinn að vera besti dagur í lífi fólks.

Hollywood-brúðkaup á Spáni

Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, eða Alma Goodman Weeks, gekk í hjónaband með breska leikaranum Ed Weeks á Spáni í haust. Weeks er nokkuð þekktur leikari í Hollywood en hann fór með stórt hlutverk í gamanþáttunum The Mindy Project. Nokkrum vikum fyrir brúðkaupið kom hljómsveitin Nylon aftur saman og var árið 2023 klárlega mjög gott hjá Ölmu.

Ed Weeks og Alma Goodman Weeks.
Ed Weeks og Alma Goodman Weeks. Skjáskot/Instagram

Lúxusbrúðkaup á Mallorca!

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í hjónaband á spænsku eyjunni Mallorca í september. Brúðkaupið fór fram á La Fortaleza sem er talinn vera einn ævintýralegasti staður eyjarinnar til þess að játa ást sína. Fræga fólkið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta til Mallorca í sumar.

Hugleikur gekk að eiga Karen

Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem gengu í hjónaband í búningapartí í sveitakirkju í október þar sem gleðin var í aðalhlutverki. Hugleikur og Karen byrjuðu saman árið 2021. Hugleikur er einn þekktasti grínisti landsins en Karen hefur meðal annars hannað búninga fyrir Hatara og Net lix-þættina Kötlu.

Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagsson ljósmynd/Dóra Dúna

Tónlistarveisla í brúðkaupi Kristínar og Sverris

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir gengu í hjónaband í ágúst. Sverrir og Kristín trúlofuðu sig í fyrra og eiga saman tvær dætur. Að athöfn lokinni tók við sannkölluð tónlistarveisla þar sem fjöldi tónlistarfólks steig á svið, þar á meðal Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Jón Jónsson og Friðrik Dór.

Kristín Eva og Sverrir Bergmann á brúðkaupsdaginn.
Kristín Eva og Sverrir Bergmann á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Veisla á Nesinu!

Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isaballa Lu Warberg gengu í hjónaband um verslunarmannahelgina. Brúðkaupið fór fram á heimili hjónanna á Seltjarnarnesi. Risatjaldi var komið fyrir í garðinum við heimili þeirra þar sem yfir 100 manns sátu til borðs. Ekkert var sparað til þess að gera brúðkaupið sem glæsilegast.

Davíð Helgason og Isa­bella Lu War­berg.
Davíð Helgason og Isa­bella Lu War­berg. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Stjörnubrúðkaup á Ítalíu!

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, gekk að eiga eiginmann sinn, Elfar Elí Schweitz Jakobsson í Róm á Ítalíu í sumar. Hjónin giftu sig í Las Vegas í fyrra og tilkynntu þá að þau myndu halda alvöru veislu síðar. Bríet söng ástar lagið Can't Help Fall ing in Love sem El vis Presley gerði arfa vinsælt. Jökull í Kaleo tók einnig lagið.

Ítalíudraumur Elfars og Töru.
Ítalíudraumur Elfars og Töru.

Garðar og Fanney létu pússa sig saman!

Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, förðunarfræðingur og einkaþjálfari, giftu sig í sumar en ætla að halda stóra veislu seinna þegar Fanney er ekki ólétt. Garðar fór á skeljarnar fyrir framan Eiffelturninn í borg ástarinnar, París í Frakklandi, í júlí 2022.

Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru orðin hjón.
Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru orðin hjón. Skjáskot/Instagram

Sveitabrúðkaup í Mývatnssveit!

Útvarpsstjarnan á K100 Kristín Sif Björgvinsdóttir og rokkstjarnan í Dimmu, Stefán Jakobsson, gengu í hjónaband í Mývatnssveit í september. Bergsveinn Arilíusson, oft kallaður Beggi í Sól dögg, gaf brúðhjónin saman en hann er athafnastjóri. Stefán tók lagið Don't want to missa a thing þegar Kristín gekk inn. 

Kristín Sif og Stebbi Jak.
Kristín Sif og Stebbi Jak. Ljósmynd/Mummi Lu

Gekk í hjónaband í brúðarkjól móður sinnar

Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Karlsson ákváðu með stuttum fyrirvara að ganga í hjónaband. Athöfnin og veislan var lítil og var Greta í brúðarkjól móður sinnar en skipti yfir í partíkjól í veislunni. „Fyrir mér stóð persónulega upp úr að sjá manninn minn standa við altarið með litla strákinn okkar þegar ég labbaði inn og taka á móti mér. Svo var ótrúlega dýrmætt að labba inn með pabba mínum,“ sagði Greta Salóme um brúðkaupið.

Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Karlsson ásamt syni sínum Bjarti …
Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Karlsson ásamt syni sínum Bjarti Elí. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Stuðbrúðkaup Hrefnu og Barkar!

Hrefna Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Controlant og laganemi, og Börkur Eiríksson, myndlistarmaður og einn af stofnendum tölvuleikja fyrirtækisins Main frame, gengu í hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hrefna Sif og Hrefna klæddust óvenjulegum pallíettufötum og Ásdís Rán, systir brúðarinnar, lét sig ekki vanta.

Börkur Eiríksson og Hrefna Sif Gunnarsdóttir nýgift á laugardaginn.
Börkur Eiríksson og Hrefna Sif Gunnarsdóttir nýgift á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Heilsugúrú gengu í hjónaband!

Heilsuræktarparið Ingi Torfi Sveinsson, stofnandi ITS macros, og Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, gengu í hjónaband í vor. Brúðkaupið fór fram í Golfskálanum á Akureyri. Upphaflega ætluðu hjónin að láta gefa sig saman fyrir utan veislu salinn en þá fór að rigna. Athöfnin var því færð inn í salinn þar sem veisluhöld fóru fram eftir athöfnina sjálfa.

Ingi Torfi Sveins­son, stofn­andi ITS macros, og Linda Rakel Jóns­dótt­ir.
Ingi Torfi Sveins­son, stofn­andi ITS macros, og Linda Rakel Jóns­dótt­ir. Skjáskot/Instagram

Tók upp eftirnafnið Lopez!

Fyrirlesarinn og ráðgjafinn Alda Karen Hjaltalín Lopez gekk í hjónaband með Katherine Hjaltalín Lopez þann 4. ágúst við fallega athöfn á leyniströnd á Havaí. Þær voru bara tvær í at höfninni. Alda Karen hefur tekið upp eftir nafnið Lopez og Kathrine hefur tekið upp eftirnafnið Hjaltalín.

Alda Karen Hjaltalín Lopez og Katherine Hjaltalín Lopez gengu í …
Alda Karen Hjaltalín Lopez og Katherine Hjaltalín Lopez gengu í það heilaga á leyniströnd á Havaí. Ljósmynd/Facebook.com

Kom ólétt heim úr brúðkaupsferðinni!

Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning og Vignir Þór Bollason kírópraktor gengu í heilagt hjónaband í Háteigskirkju í sumar. Gestir veislunnar voru ekki af verri endanum, en Guðmundur Birkir Pálmason stjörnukírópraktor og Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona voru á meðal gesta. Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir, sem var krýnd ungfrú Íslands árið 2013, lét sig heldur ekki vanta í brúðkaupið. Stuttu eftir brúðkaupið greindu hjónin frá því að þau ættu von á þriðja barninu.

Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason giftu sig í …
Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason giftu sig í dag. Samsett mynd

Velmegunarbrúðkaup á Ítalíu!

Öllu var tjaldað til þegar Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, eða Alli ríki eins og vinir hans kalla hann, og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband á Ítalíu. Mikil leynd ríkti yfir brúðkaupinu og voru myndatökur bannaðar. Hjónin giftu sig á Ítalíu og borguðu uppihald fyrir gesti sína í þrjá daga. Í brúðkaupinu komu fram GusGus, Valdimar og Páll Óskar Hjálmtýsson, Vök, Salka Sól, Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir. Högni í Hjaltalín og kærasta hans, Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona, voru líka á svæðinu.

Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband …
Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband í Flórens á Ítalíu. Ljósmynd/Samsett

„Hossa Hossa“

Tónlistarparið Steinunn Jónsdóttir og Gnúsi Yones úr hljómsveitinni AmabAdamA gengu í hjónaband hjá sýslumanni í sumar. Með í för voru synir þeirra tveir og var fjölskylda einstaklega ánægð með viðburðinn.

Steinunn Jónsdóttir og Gnúsi Yones.
Steinunn Jónsdóttir og Gnúsi Yones. Skjáskot/Instagram

Stórt ár hjá Bigga og Sísí

Birg­ir Örn Guðjóns­son, bet­ur þekkt­ur sem Biggi lögga, og lista­kon­an Sísí Ing­ólfs­dótt­ir gengu í hjónaband í nóvember. Það var Bjarni Sæ­munds­son, leik­ari og at­hafna­stjóri hjá Siðmennt, sem gaf þau sam­an í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík. Biggi og Sísi opinberuðu samband sitt í ársbyrjun, keyptu hús saman í vor, í sumar fór Biggi og skeljarnar. Þau luku svo fullkomnu ári með brúðkaupi. 

Sísí og Biggi.
Sísí og Biggi. Ljósmynd/Sunna Ben

Óvænt brúðkaup í Króatíu!

Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og framleiðandi, og Brynja Gísladóttir gengu í það heilaga við ströndina í Makarska í Króatíu í sumar. Komu þau fólki á óvart með því að gifta sig en Brynja fagnaði fimmtugsafmæli í ferðinni. 

Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og Brynja Gísla­dótt­ir.
Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og Brynja Gísla­dótt­ir. Skjáskot/Facebook

Brúðkaup á Alicante!

Einkaþjálfarinn Karitas María Lárusdóttir og fótboltamaðurinn fyrrverandi, Gylfi Einarsson, gengu í hjónaband á Spáni í sumar. Brúðkaupið fór fram á La Finca Resort- hótel inu og var ekkert til sparað til þess að gera brúðkaupið sem glæsilegast.

Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson á brúðkaupsdaginn í sumar.
Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson á brúðkaupsdaginn í sumar. Skjáskot/Instagram
mbl.is