Linda Rakel og Ingi Torfi gengu í hjónaband

Linda Rakel Jónsdóttir og Ingi Torfi Sveinsson eru nú hjón.
Linda Rakel Jónsdóttir og Ingi Torfi Sveinsson eru nú hjón. Ljósmynd/Samsett

Heilsuræktarparið Ingi Torfi Sveinsson, stofnandi ITS macros, og Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, gengu í hjónaband á laugardaginn var. Hjónin hafa verið áberandi í heilsugeiranum en þau hjálpa fólki að létta sig með því að fylgjast með neyslu á aðalorkuefnum líkamans, þ.e. próteini, kolvetnum og fitu, sem á ensku eru oft nefnd macros. 

Brúðkaupið fór fram í Golfskálanum á Akureyri. Upphaflega ætluðu hjónin að láta gefa sig saman fyrir utan veislusalinn en þá fór að rigna. Athöfnin var því færð inn í salinn þar sem veisluhöld fóru fram eftir athöfnina sjálfa.

Útvarpsstjarnan á K100, Kristín Sif Björgvinsdóttir, var veislustjóri í brúðkaupinu ásamt Ásdísi Elvu. Þær stýrðu veislunni með glæsibrag. Svo komu Friðrik Dór, Stebbi Jak og Greta Salóme og héldu uppi stuðinu.

View this post on Instagram

A post shared by ITS macros (@itsmacros_)

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál