Sísí Ingólfs selur íbúðina og flytur inn með Bigga löggu

Sísí Ingólfsdóttir listamaður hefur sett íbúð sína á sölu.
Sísí Ingólfsdóttir listamaður hefur sett íbúð sína á sölu. Samsett mynd

Listamaðurinn Sísí Ingólfsdóttir hefur sett einstaklega fallega íbúð sína við Snorrabraut á sölu. Aðalástæða þess er hún fann ástina í örmum Birgis Arnar Guðjónssonar, Bigga löggu, og eru þau búin að kaupa sér húsnæði saman. 

Sísí hefur slegið í gegn með listaverk sín þar sem hún dregur fram plebbaskap þjóðarinnar í útsaumi og á prenti. 

Íbúð Sísíar við Snorrabraut er 130 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 1942. Gengið er inn í íbúðina frá Auðarstræti. Íbúðin er björt og falleg og renna eldhús og stofa saman í eitt. Parket er á gólfum og er allt hvítmálað í aðalrýmum íbúðarinnar. Í stofunni er ljós sófi og hansa-hillur sem eru alltaf mikil heimilisprýði. 

Af fasteignavef mbl.is: Snorrabraut 65

Stofan er björt með parketlögðum gólfum.
Stofan er björt með parketlögðum gólfum.
Gangurinn inn í íbúðina er skemmtilega málaður með heillandi veggskrauti …
Gangurinn inn í íbúðina er skemmtilega málaður með heillandi veggskrauti og listaverkum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál