„Þau voru mörg sveitaböllin sem farið var á“

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Fimm spurn­ing­ar um for­setafram­bjóðend­ur: Baldur Þórhallsson

Fyrsti kossinn?

„Hann var góður.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum?

„Ég var með plaköt af tónlistarmönnunum George Michael og Andrew Ridgeley úr hljómsveitinni Wham.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Fyrsta sveitaballið var með Kikk þar sem uppáhaldssöngkonan mín var aðalsöngkonan, Sigríður Beinteinsdóttir. Ballið fór fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli. Þau voru mörg sveitaböllin sem farið var á næstu árin um allt Suðurlandið.“

Uppáhaldsárstíð?

„Haustið. Fátt er fallegra en íslenska hauststillan. Við Felix reynum að fara á hverju hausti og njóta haustlitana á Þingvöllum. Einnig er fátt skemmtilegra en að fara í göngur og réttir á fallegum haustdögum. Fegurð íslenskrar náttúru nær nýjum hæðum á haustin.“

Botnaði setninguna: Minn forseti er: 

Minn forseti er fulltrúi allrar þjóðarinnar. Mín sýn er að Íslendingar ættu að upplifa sig sem eina heild, hvar sem þeir eru í sveit settir, hvaðan sem þeir eru upprunnir, hver sem menntun þeirra, staða eða stétt er. Hvort sem þeir eru ungir, gamlir, veikir eða hraustir. Sem ein heild getum við svo margt, við getum tekist á við allt og náð okkar besta árangri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál