Aldrei of oft klædd brúðarkjól

Brúðkaup | 28. janúar 2024

Aldrei of oft klædd brúðarkjól

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er þekkt fyrir listræna hæfileika sína á sviði tónlistar, leiklistar, dans og annarra skapandi verkefna. Lopez, sem er 54 ára gömul, hefur verið á blússandi siglingu í Hollywood síðastliðin 30 ár og er enn í fullu fjöri. 

Aldrei of oft klædd brúðarkjól

Brúðkaup | 28. janúar 2024

Sama hvað þá er Lopez ávallt stórglæsileg.
Sama hvað þá er Lopez ávallt stórglæsileg. Samsett mynd

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er þekkt fyrir listræna hæfileika sína á sviði tónlistar, leiklistar, dans og annarra skapandi verkefna. Lopez, sem er 54 ára gömul, hefur verið á blússandi siglingu í Hollywood síðastliðin 30 ár og er enn í fullu fjöri. 

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er þekkt fyrir listræna hæfileika sína á sviði tónlistar, leiklistar, dans og annarra skapandi verkefna. Lopez, sem er 54 ára gömul, hefur verið á blússandi siglingu í Hollywood síðastliðin 30 ár og er enn í fullu fjöri. 

Nú á dögunum gaf Lopez út lagið Can't Get Enough, sem er að finna á nýjustu plötu hennar, This Is Me, en það er níunda stúdíóplata Lopez og sú fyrsta sem hún sendir frá sér í tíu ár.

Í myndbandinu við lagið má sjá Lopez í hlutverki brúðar, íklædd brúðarkjól, en það er hlutverk sem hún hefur ítrekað „leikið“ bæði í gerviheimi kvikmynda og einnig raunheimum. Lopez hefur þar af leiðandi klæðst mörgum mikilfenglegum kjólum í gegnum árin enda keppast fatahönnuðir um að klæða stjörnuna fyrir viðburði, hlutverk og brúðkaup. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

Ojani Noa (1997-1998)

Lopez var 28 ára gömul þegar hún giftist hinum kúbverska Ojani Noa árið 1997. Hjónabandið entist stutt, en þau voru skilin innan árs. Lopez klæddist einföldum og fallegum brúðarkjól. Hönnuður kjólsins er óþekktur.

Noa og Lopez á brúðkaupsdaginn.
Noa og Lopez á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Pinterest

The Wedding Planner (2001)

Ein af vinsælustu kvikmyndum Lopez er án efa The Wedding Planner sem kom út í byrjun árs 2001. Í þessari rómantísku gamanmynd klæðist Lopez fallegum minimalískum brúðarkjól í anda Jackie Kennedy þegar hún hyggst giftast gömlum kunningja. 

Justin Chambers og Jennifer Lopez í hlutverkum sínum í The …
Justin Chambers og Jennifer Lopez í hlutverkum sínum í The Wedding Planner. Ljósmynd/Pinterest

Cris Judd (2001-2003)

Lopez kynntist atvinnudansaranum Judd við gerð tónlistarmyndbandsins Love Don't Cost a Thing árið 2000. Þau gengu í hjónaband hinn 29. september 2001 en slitu samvistum í júní 2002. Lopez klæddist gullfallegum Valentino brúðarkjól á þessum merkisdegi. 

Lopez og Judd á brúðkaupsdaginn. Söng- og leikkonan ljómaði í …
Lopez og Judd á brúðkaupsdaginn. Söng- og leikkonan ljómaði í Valentino kjólnum. Ljósmynd/Pinterest

Enough (2002)

Kvikmyndin Enough sýndi nýja og ferska hlið á leikkonunni, en Lopez var þekkt fyrir að leika í rómantískum gamanmyndum. Í byrjun myndarinnar gengur karakter Lopez í hjónaband og klæðist heillandi brúðarkjól til að játast manni sem reynist ekki allur þar sem hann er séður.

Jennifer Lopez og Billy Campbell í hlutverkum sínum í Enough.
Jennifer Lopez og Billy Campbell í hlutverkum sínum í Enough. Ljósmynd/Pinterest

Marc Anthony (2004-2014)

Lopez gekk í hjónaband með söngvaranum Marc Anthony árið 2004. Parið kaus að halda lágstemmt brúðkaup og gifti sig við leynilega athöfn á heimili sínu í Beverly Hills. Lítið er vitað um sjálfa athöfnina og brúðarkjól Lopez.

Hjónaband þeirra er farsælasta samband söng- og leikkonunnar hingað til, en fyrrverandi hjónin voru gift í tíu ár og eru þau foreldrar tvíbura sem komu í heiminn árið 2008. Lopez og Anthony tilkynntu um skilnað sinn þremur árum eftir fæðingu barna sinna en skilnaðurinn gekk í gegn árið 2014. 

Lopez á brúðkaupsdaginn.
Lopez á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Pinterest

Monster in Law (2005)

Í kvikmyndinni Monster in Law háði karakter Lopez stríði við verðandi tengdamömmu sína, leikna af stórleikkonunni Jane Fonda. Í lokasenu myndarinnar klæddist Lopez stórglæsilegum brúðarkjól og giftist syni Fonda, sem leikinn var af Michael Vartan.

Fonda og Lopez báðar íklæddar hvítum kjólum.
Fonda og Lopez báðar íklæddar hvítum kjólum. Ljósmynd/Pinterest

El Cantante (2006)

Í kvikmyndinni El Cantante lék Lopez á móti þáverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hjónin gengu í hjónaband í kvikmyndinni, en þau fóru með hlutverk söngvarans Hector Lavoe heitins og eiginkonu hans Puchi. Myndin var byggð á sannsögulegum atburðum.

Lopez og Anthony á kvikmyndasetti El Cantante.
Lopez og Anthony á kvikmyndasetti El Cantante. Ljósmynd/Pinterest

Marry Me (2022)

Það var sannkallað brúðkaupsþema yfir kvikmyndum Lopez árið 2022, en hún lék í Marry Me á móti Owen Wilson og einnig Shotgun Wedding með Josh Duhamel. Í Marry Me lék hún hálfgerða útgáfu af sjálfri sér, poppstjörnu sem ætlar sér að ganga í hjónaband með yngri manni á tónleikum sínum fyrir framan alheiminn. Fyrir senuna klæddist Lopez glæsilegum brúðarkjól með gyllingum og mynstri.

Í hlutverki sínu í Marry Me.
Í hlutverki sínu í Marry Me. Ljósmynd/Instagram

Shotgun Wedding (2022)

Í Shotgun Wedding rústar Lopez glæsilegum brúðarkjól, en athöfnin fer á annan endann þegar glæpagengi mætir óboðið í brúðkaup hennar og Duhamel.

Lopez í hlutverki sínu í Shotgun Wedding.
Lopez í hlutverki sínu í Shotgun Wedding. Ljósmynd/Instagram

Ben Affleck (2022-)

Lopez fann ástina á ný í örmum fyrrverandi unnusta síns, Ben Affleck, og hafa þau gift sig tvívegis. Söng- og leikkonan klæddist fallegum kjól og stuttu slöri þegar parið gekk í hjónaband í lítilli kapellu í Las Vegas í júlí 2022. 

Hjón!
Hjón! Ljósmynd/Instagram

Ben Affleck (2023-)

Hjónin vildu að sjálfsögðu fagna ástinni með vinum og vandamönnum og buðu því til þriggja daga veislu í Georgíu í ágúst á síðasta ári. Lopez klæddist gullfallegum Ralph Lauren brúðarkjól, en hún er þekkt fyrir að klæðast flíkum hönnuðarins. Lopez klæddist þremur Ralph Lauren kjólum yfir brúðkaupsdaginn. 

Jennifer Lopez ásamt núverandi eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum, Ben …
Jennifer Lopez ásamt núverandi eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum, Ben Affleck. Ljósmynd/Instagram
mbl.is