Fimm ódýrustu einbýlin á höfuðborgarsvæðinu

Heimili | 19. nóvember 2023

Fimm ódýrustu einbýlin á höfuðborgarsvæðinu

Marga dreymir um að losna undan nágrönnunum sem halda fyrir þeim vöku á næturnar og flytja í einbýlishús. Sér garður, engir húsfundir og þú mátt ryksuga allan sólarhringinn – það hljómar ekki svo illa!

Fimm ódýrustu einbýlin á höfuðborgarsvæðinu

Heimili | 19. nóvember 2023

Á fasteignavef mbl.is eru til sölu fimm einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu …
Á fasteignavef mbl.is eru til sölu fimm einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu sem kosta undir 90 milljónir. Samsett mynd

Marga dreymir um að losna undan nágrönnunum sem halda fyrir þeim vöku á næturnar og flytja í einbýlishús. Sér garður, engir húsfundir og þú mátt ryksuga allan sólarhringinn – það hljómar ekki svo illa!

Marga dreymir um að losna undan nágrönnunum sem halda fyrir þeim vöku á næturnar og flytja í einbýlishús. Sér garður, engir húsfundir og þú mátt ryksuga allan sólarhringinn – það hljómar ekki svo illa!

Á fasteignavef mbl.is er að finna einbýlishús af ýmsum stærðum og gerðum, en á höfuðborgarsvæðinu má finna einbýlishús til sölu á verðbilinu 65,5-485 milljónir. Smartland tók saman fimm ódýrustu einbýlin á höfuðborgarsvæðinu.

Vesturvallagata 4

Við Vesturvallagötu í Reykjavík er til sölu 53 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var upphaflega byggt árið 1901, en í fasteignaauglýsingunni kemur fram að kjallarinn hafi verið hlaðinn úr tilhöggnu grjóti úr gamla hafnargarði Reykjavíkur. Í húsinu eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Ásett verð er 65,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vesturvallagata 4

Ódýrasta einbýlishúsið á sölu á höfuðborgarsvæðinu er staðsett í miðbæ …
Ódýrasta einbýlishúsið á sölu á höfuðborgarsvæðinu er staðsett í miðbæ Reykjavíkur.

Garðavegur 8

Við Garðaveg í Hafnarfirði er til sölu 72 fm einbýlishús sem stendur á 305 fm lóð. Á neðri hæðinni eru forstofa, baðherbergi, eldhús og borðstofa. Þaðan er stigi upp í ris með svefnlofti.

Ásett verð er 66,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Garðavegur 8

Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að á lóðinni sé einnig bílskúr …
Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að á lóðinni sé einnig bílskúr í lélegu ásigkomulagi.

Tröllateigur 36

Við Tröllateig í Mosfellsbæ er til sölu 112 fm einbýlishús á einni hæð sem stendur á 774 fm lóð. Húsið var byggt árið 1951 úr hleðslusteini, en það státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 79,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Tröllateigur 36

Garðurinn sem umlykur húsið er gróinn og þaðan er fallegt …
Garðurinn sem umlykur húsið er gróinn og þaðan er fallegt útsýni yfir Esjuna.

Vesturbraut 15

Við Vesturbraut í Hafnarfirði er til sölu 138 fm einbýli á tveimur hæðum sem skipt hefur verið upp í þrjár íbúðir. Húsið var reist árið 1917 og stendur á afgirtri lóð. Alls eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi í húsinu.

Ásett verð er 89,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vesturbraut 15

Ein íbúð er á neðri hæðinni og hefur efri hæðinni …
Ein íbúð er á neðri hæðinni og hefur efri hæðinni verið skipt í tvær tveggja herbergja íbúðir.

Brunnstígur 5

Við Brunnstíg í Hafnarfirði er til sölu 164 fm einbýli sem skiptist í kjallara, aðalhæð og ris. Húsið var reist árið 1922 og er með flottu útsýni til sjávar frá efstu hæð. Þá er snyrtilegur garður til suðurs við húsið með 70 fm afgirtum palli og heitum potti. Alls eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 89,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Brunnstígur 5

Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta.
Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta.
mbl.is