Hét frekari stuðningi í óvæntri heimsókn

Úkraína | 20. nóvember 2023

Hét frekari stuðningi í óvæntri heimsókn

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hét frekari stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu í óvæntri heimsókn til Kænugarðs í dag.

Hét frekari stuðningi í óvæntri heimsókn

Úkraína | 20. nóvember 2023

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, takast …
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, takast í hendur á fundi þeirra í dag. AFP

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hét frekari stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu í óvæntri heimsókn til Kænugarðs í dag.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hét frekari stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu í óvæntri heimsókn til Kænugarðs í dag.

Bandaríkjamenn hafa veitt Úkraínumönnum yfir 40 milljarða dala í öryggisaðstoð frá innrás Rússa og þeir heita stuðningi eins lengi og þörf er á en andstaða innan herbúða repúblikana hefur vakið efasemdir um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna.

Austin heimsótti bandaríska sendiráðið í Kænugarði og hitti þar diplómata og starfsmenn varnarmálaráðuneytisins áður en hann fullvissaði Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á fundi þeirra, um að stuðningur Bandaríkjanna myndi ekki falla niður.

Skiptir máli fyrir allan umheiminn

Skilaboðin sem ég færi þér í dag, herra forseti, eru þau að Bandaríkin eru með þér. Við munum vera með þér til lengri tíma," sagði Austin við forseta Úkraínu.

„Það sem gerist hér í Úkraínu skiptir ekki aðeins máli fyrir Úkraínu heldur líka fyrir umheiminn,“ bætti Austin við.

Selenskí sagði að heimsókn bandaríska varnarmálaráðherrans væri mikilvæg fyrir Úkraínu og hann þakkaði þinginu sem og bandarísku þjóðinni fyrir stuðninginn.

mbl.is