Rússar eyðilögðu sjúkrahús í árásum næturinnar

Úkraína | 21. nóvember 2023

Rússar eyðilögðu sjúkrahús í árásum næturinnar

Hersveitir Rússa eyðilögðu sjúkrahús, byggingu við námu og aðra innviði í Úkraínu í nýjustu árásunum sínum í nótt með drónum og flugskeytum.

Rússar eyðilögðu sjúkrahús í árásum næturinnar

Úkraína | 21. nóvember 2023

Eyðilegging í bænum Selydove. Þessi mynd var tekin í síðustu …
Eyðilegging í bænum Selydove. Þessi mynd var tekin í síðustu viku. AFP/Anatolii Stepanov

Hersveitir Rússa eyðilögðu sjúkrahús, byggingu við námu og aðra innviði í Úkraínu í nýjustu árásunum sínum í nótt með drónum og flugskeytum.

Hersveitir Rússa eyðilögðu sjúkrahús, byggingu við námu og aðra innviði í Úkraínu í nýjustu árásunum sínum í nótt með drónum og flugskeytum.

Úkraínski herinn greindi frá þessu. Hann hefur búið sig undir auknar árásir Rússa á mikilvæga innviði, sérstaklega orkuinnviði, á sama tíma og hitastigið í landinu fer undir frostmark.

Herinn sagði að rússneskar hersveitir hefðu skotið fimm flugskeytum og sent 11 árásardróna á loft.

Úkraínskur hermaður á ferð í Dónetsk-héraði í gær.
Úkraínskur hermaður á ferð í Dónetsk-héraði í gær. AFP/Anatolii Stepanov

„Sjúkrahúsið í bænum Selydove í Dónetsk-héraði, bygging námunnar Kotlyarevska og aðrir innviðir voru eyðilagðir eða skemmdir,” sagði í yfirlýsingu hersins. Ekkert kom fram um mannfall.

Að minnsta kosti fjórar manneskjur voru drepnar í bænum í síðustu viku eftir að Rússar gerðu stórskotahríð á íbúðabyggingu.

Síðasta vetur höfðu árásir Rússa á orkuinnviði í Úkraínu í för með sér víðtækt rafmagnsleysi. Síðan þá hafa Úkraínumenn fengið fleiri loftvarnarkerfi frá bandamönnum sínum.  

mbl.is