Styrkja Úkraínu um 198 milljarða

Úkraína | 21. nóvember 2023

Styrkja Úkraínu um 198 milljarða

Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 1,3 milljörðum evra til kaupa á búnaði fyrir úkraínska herinn sem á enn í stríði við innrásarher Rússa. Meðal þess sem á að fjárfesta í eru loftvarnakerfi af gerðinni IRIS T-SLM og skotfæri fyrir stórskotalið.  Upphæðin nemur um 198 milljörðum íslenskra kr. 

Styrkja Úkraínu um 198 milljarða

Úkraína | 21. nóvember 2023

Átökin í Úkraínu hafa staðið yfir frá því Rússar gerðu …
Átökin í Úkraínu hafa staðið yfir frá því Rússar gerðu innrás í febrúar 2022. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 1,3 milljörðum evra til kaupa á búnaði fyrir úkraínska herinn sem á enn í stríði við innrásarher Rússa. Meðal þess sem á að fjárfesta í eru loftvarnakerfi af gerðinni IRIS T-SLM og skotfæri fyrir stórskotalið.  Upphæðin nemur um 198 milljörðum íslenskra kr. 

Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 1,3 milljörðum evra til kaupa á búnaði fyrir úkraínska herinn sem á enn í stríði við innrásarher Rússa. Meðal þess sem á að fjárfesta í eru loftvarnakerfi af gerðinni IRIS T-SLM og skotfæri fyrir stórskotalið.  Upphæðin nemur um 198 milljörðum íslenskra kr. 

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í dag eftir að hafa átt í viðræðum við Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, í Kænugarði. Þetta var önnur heimsókn hans til Úkraínu, en hann tók við sem ráðherra í upphafi árs. 

Af þeim þjóðum sem hafa útvegað Úkraínu mest af hergögnum og búnaði þá situr Þýskaland í öðru sæti. 

Úkraínumenn hafa sótt stíft eftir að fá IRIS-T loftvarnakerfi sem nýta má til að skjóta niður rússneska dróna og flugskeyti. 

mbl.is