Stór árás gerð á minningardegi um hungursneyðina

Úkraína | 25. nóvember 2023

Stór árás gerð á minningardegi um hungursneyðina

Úkraínsk yfirvöld segjast hafa skotið niður 71 rússneskan dróna yfir Kænugarði í nótt. Að þeirra sögn er um er að ræða stærstu árás Rússa á höfuðborgina síðan að innrásin hófst í febrúar 2022.

Stór árás gerð á minningardegi um hungursneyðina

Úkraína | 25. nóvember 2023

Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 71 rússneskan dróna.
Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 71 rússneskan dróna. AFP/Úkraínskir viðbragðsaðilar

Úkraínsk yfirvöld segjast hafa skotið niður 71 rússneskan dróna yfir Kænugarði í nótt. Að þeirra sögn er um er að ræða stærstu árás Rússa á höfuðborgina síðan að innrásin hófst í febrúar 2022.

Úkraínsk yfirvöld segjast hafa skotið niður 71 rússneskan dróna yfir Kænugarði í nótt. Að þeirra sögn er um er að ræða stærstu árás Rússa á höfuðborgina síðan að innrásin hófst í febrúar 2022.

Yfirvöld í Kænugarði greindu frá því að fimm hafi særst í árásinni, þar á meðal ellefu ára stúlka. 

Úkraínski flugherinn sagði í yfirlýsingu að drónarnir hafi flestir verið skotnir niður nærri borginni. 

Loftvarnarflautur ómuðu í borginni í sex klukkustundir og brak úr drónunum urðu til þess að eldar kviknuðu og byggingar eyðilögðust að sögn Vitalí Klitschko borgarstjóra. 

„Óvinurinn heldur áfram skelfingunni,“ sagði hann. 

Eldar kviknuðu víða.
Eldar kviknuðu víða. AFP/Úkraínskir viðbragðsaðilar

Í dag minnast Úkraínumenn Holodomór, það er að segja hungursneyðarinnar á árunum 1932 til 1933 sem dró milljónir Úkraínumanna til dauða. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, tísti um árásina og þá staðreynd að hún var gerð aðfaranótt minningardagsins. „Rússnesk stjórnvöld eru stolt af því að þau geta drepið,“ sagði í tístinu. 

Milljónir manna dóu í hungursneyðinni.
Milljónir manna dóu í hungursneyðinni. AFP/Úkraínskir viðbragðsaðilar
mbl.is