Loka síðustu landamærastöðinni að Rússlandi

Rússland | 28. nóvember 2023

Loka síðustu landamærastöðinni að Rússlandi

Finnar hyggjast loka síðustu landamærastöðinni að Rússlandi í kjölfar bylgju fólksflutninga frá Rússlandi til Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Þetta tilkynnti Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, fyrir skömmu.

Loka síðustu landamærastöðinni að Rússlandi

Rússland | 28. nóvember 2023

Petteri Orpo, forsætisráðherra Finna, tilkynnti þetta í dag.
Petteri Orpo, forsætisráðherra Finna, tilkynnti þetta í dag. AFP/Seppo Samuli

Finnar hyggjast loka síðustu landamærastöðinni að Rússlandi í kjölfar bylgju fólksflutninga frá Rússlandi til Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Þetta tilkynnti Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, fyrir skömmu.

Finnar hyggjast loka síðustu landamærastöðinni að Rússlandi í kjölfar bylgju fólksflutninga frá Rússlandi til Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Þetta tilkynnti Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, fyrir skömmu.

Finnsk stjórnvöld hafa sakað Kremlverja um að vísvitandi ferja fólk yfir landamærin með skipulögðum og kerfisbundnum hætti. 

„Ríkisstjórnin ákvað í dag að loka öllum landamærastöðvum á austurlandamærunum,“ sagði Orpo við blaðamenn fyrr í dag.

Sagði hann lokunina taka gildi aðfaranótt fimmtudags og standa yfir fram að 13. desember.

900 komið á einum mánuði

Um 900 hælisleitendur, m.a. frá Afganistan Keníu, Marokkó, Pakistan, Sýrlandi, Sómalíu og Jemen, hafa komið til Finnlands frá Rússlandi í Nóvember. 

Um er að ræða töluvert mikla aukningu en áður komu að meðaltali um einn hælisleitandi á dag frá Rússlandi.

Landa­mæra­eft­ir­lit Evr­ópu­sam­bands­ins (Frontex) tilkynnti í síðustu viku að það myndi senda 50 landa­mæra­verði og búnað á borð við bíla að landa­mær­um Finn­lands til aust­urs vegna fólksflutninganna.

mbl.is