Setja húsið aftur á sölu og hækka verðið

Heimili | 29. nóvember 2023

Setja húsið aftur á sölu og hækka verðið

Georg Hólm bassa­leik­ari í Sig­ur Rós og eiginkona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir framleiðandi, hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í gamla Vesturbænum á sölu. Þau settu húsið líka á sölu árið 2021. 

Setja húsið aftur á sölu og hækka verðið

Heimili | 29. nóvember 2023

Bláa innréttingin er skemmtileg.
Bláa innréttingin er skemmtileg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Georg Hólm bassa­leik­ari í Sig­ur Rós og eiginkona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir framleiðandi, hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í gamla Vesturbænum á sölu. Þau settu húsið líka á sölu árið 2021. 

Georg Hólm bassa­leik­ari í Sig­ur Rós og eiginkona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir framleiðandi, hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í gamla Vesturbænum á sölu. Þau settu húsið líka á sölu árið 2021. 

Húsið er 212 fermetrar og er fasteignamat þess 120,4 milljónir. Það hefur mikið verið fjallað um hækkun á fasteignverði á undanförnum misserum. Þegar hús þeirra Georgs og Svanhvítar var sett á sölu fyrir rúmlega tveimur árum var ásett verð 140 milljónir. Í dag er ásett verð 158 milljónir.

Georg og Svanhvít hafa komið sér vel fyrir á Hávallagötunni. Heimilið er notalegt auk þess sem þar er að finna fallega klassíska hönnunarmuni og falleg listaverk. 

Af fasteignavef mbl.is: Hávallagata 38

Hillurnar í stofunni koma sérstaklega vel út.
Hillurnar í stofunni koma sérstaklega vel út. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Hægindastóllinn eftir Finn Juhl fylgir ekki með.
Hægindastóllinn eftir Finn Juhl fylgir ekki með. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is