Rússar kveðast í sókn á öllum vígstöðvum

Úkraína | 1. desember 2023

Rússar kveðast í sókn á öllum vígstöðvum

Rússneski varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sendi frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis að her landsins sækti nú fram á öllum vígstöðvum í Úkraínu þrátt fyrir að lítil hreyfing sjáist á hernum að sögn sjónarvotta.

Rússar kveðast í sókn á öllum vígstöðvum

Úkraína | 1. desember 2023

Úkraínskt „drónaveiðateymi“ á vakt í útjaðri Kænugarðs í gær.
Úkraínskt „drónaveiðateymi“ á vakt í útjaðri Kænugarðs í gær. AFP/Roman Pilipey

Rússneski varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sendi frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis að her landsins sækti nú fram á öllum vígstöðvum í Úkraínu þrátt fyrir að lítil hreyfing sjáist á hernum að sögn sjónarvotta.

Rússneski varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sendi frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis að her landsins sækti nú fram á öllum vígstöðvum í Úkraínu þrátt fyrir að lítil hreyfing sjáist á hernum að sögn sjónarvotta.

„Hermenn okkar stækka nú það svæði sem þeir hafa á sínu valdi og sækja fram af getu og áræðni,“ segir í yfirlýsingunni.

Nýjasta átakasvæðið er við iðnaðarbæinn Avdiivka sem nú hefur nánast verið umkringdur en Úkraínumenn segjast þó verja bæinn með klóm og kjafti. „Okkar menn halda varnarlínunni staðfastlega við Avdiivka,“ sagði Oleksandr Tarnavskí liðsforingi í daglegri uppfærslu sinni af gangi mála.

Drónar með batnandi veðri

Segir Shoigu að rússneski herinn lami varnargetu Úkraínumanna smám saman en í fyrradag bárust þau tíðindi frá ráðuneytinu að Rússar hefðu lagt þorpið Krómóve undir sig en það er í útjaðri borgarinnar Bakhmút í Dónetsk-héraðinu.

Þá segja rússneskir embættismenn batnandi veður á vígstöðvunum hafa gert hernum kleift að beita drónum enn frekar til árása

Stjórnvöld í Kænugarði gáfu það út í nóvember að þau hefðu hrakið rússneska herinn nokkra kílómetra til baka frá bökkum Dnípró-árinnar sem – ef rétt reynist – hefði verið fyrsti veigamikli sigur Úkraínumanna í rúmt ár.

Lýstu árás á eldsneytisflutningalest

Enn fremur segja stjórnvöld í Úkraínu Rússa hafa gert fjölda árása í suður- og austurhluta landsins með á þriðja tug íranskra dróna og tveimur flugskeytum í nótt en tekist hafi að skjóta átján dróna niður auk annars flugskeytisins.

Að lokum lýstu Úkraínumenn því yfir í dag að þeir hefðu gert árás á eldsneytisflutningalest í Síberíu, á Baikal-Amur leiðinni, nokkur þúsund kílómetra frá vígstöðvunum í Úkraínu, og sprengt hana í loft upp. Rússar svöruðu því ekki beint hvort árás hefði átt sér stað en staðfestu að lestarstjórnendur á svæðinu hefðu komið auga á reyk sem steig upp af bensíntanki og kallað til slökkvilið.

mbl.is