Kókos- og karrísúpa sem gleður bragðlaukana

Uppskriftir | 16. janúar 2024

Kókos- og karrísúpa sem gleður bragðlaukana

Þessi súpa er himnesk, bragðið og áferðin fljúga með bragðlaukana í hæstu hæðir. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur Ársælsdóttir en hægt er að fylgjast með mægðunum hér. Á þessum árstíma er ávallt gott að ylja sér við heita súpur sem rífa í og bjóða upp á skemmtilega matarupplifun fyrir bragðlaukana.

Kókos- og karrísúpa sem gleður bragðlaukana

Uppskriftir | 16. janúar 2024

Ómótstæðilega góð kókos- og karrísúpa sem fer með bragðlaukana á …
Ómótstæðilega góð kókos- og karrísúpa sem fer með bragðlaukana á hæstu hæðir. Ljósmynd/Sjöfn

Þessi súpa er himnesk, bragðið og áferðin fljúga með bragðlaukana í hæstu hæðir. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur Ársælsdóttir en hægt er að fylgjast með mægðunum hér. Á þessum árstíma er ávallt gott að ylja sér við heita súpur sem rífa í og bjóða upp á skemmtilega matarupplifun fyrir bragðlaukana.

Þessi súpa er himnesk, bragðið og áferðin fljúga með bragðlaukana í hæstu hæðir. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur Ársælsdóttir en hægt er að fylgjast með mægðunum hér. Á þessum árstíma er ávallt gott að ylja sér við heita súpur sem rífa í og bjóða upp á skemmtilega matarupplifun fyrir bragðlaukana.

Kókos- og karrísúpa

Fyrir 3-4

  • 2 msk. kókosolía
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 límónulauf
  • 1 sítrónugras stöngull
  • 200 g hvítkál, niðursneitt
  • 2 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar
  • 100-200 g sætar kartöflur, skornar í bita
  • 100 g kartöflur, skornar í bita
  • 100 g blómkál, skorið í litla bita
  • 2 msk. rautt thai curry paste
  • 1 msk. tómatpúrra 
  • 1 msk. grænmetiskraftur 
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 2 dósir kókosmjólk (800 ml)
  • 250 ml vatn

Ofan á súpuna

  • ½ rauðlaukur, skorinn í þunna strimla og steiktur á pönnu
  • ½ paprika, skorin í bita og steikt á pönnu
  • Ferskur kóríander, saxað eftir smekk
  • Sítrónubátar
  • Ristaðar kasjúhnetur 

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera grænmetið niður.
  2. Hitið olíu í potti og steikið hvítkál, hvítlauk, límónulauf og sítrónugrasstöngul í 2-3 mínútur.
  3. Bætið afganginum af grænmetinu út í og steikið í 2-3 mínútur í viðbót.
  4. Bætið currypaste, grænmetiskrafti og tómatpúrru út í og hrærið.
  5. Setjið að lokum kókosmjólkina og vatnið út í og látið nú sjóða í 12-15 mínútur eða þar til grænmetið er eldað í gegn.
  6. Ef ykkur finnst vanta meiri vökva í súpuna getið þið bætt við kókosmjólk eða vatni eða tómatpassata.
  7. Á meðan súpan en að malla er gott að steikja laukinn og paprikuna, leyfa því að verða gyllt og sætt.
  8. Bætið sítrónubátunum út á pönnuna með lauknum og paprikunni og leyfið að vera í nokkrar mínútur.
  9. Setjið súpuna í skálar og toppið með laukblöndunni, ferskum kóríander og ristuðum kasjúhnetum.
mbl.is