Perusalat sem allir elska að búa til

Uppskriftir | 22. maí 2024

Perusalat sem allir elska að búa til

Perusalat er einfalt salat en afar dásamlegt. Það fer vel með til dæmis önd eða öðru dökku kjöti.

Perusalat sem allir elska að búa til

Uppskriftir | 22. maí 2024

Perur gefa sætt bragð og eru tilvaldar með dökku kjöti.
Perur gefa sætt bragð og eru tilvaldar með dökku kjöti. Skjáskot/Instagram

Perusalat er einfalt salat en afar dásamlegt. Það fer vel með til dæmis önd eða öðru dökku kjöti.

Perusalat er einfalt salat en afar dásamlegt. Það fer vel með til dæmis önd eða öðru dökku kjöti.

Galdurinn er að hita perurnar upp úr sykri á pönnu þannig að þær verði svo mjúkar og safaríkar að erfitt er að hætta að borða þær.

Kosturinn við þessa uppskrift er að hún virkar með mismunandi hráefnum. Í raun má leika sér með alls kyns osta og bæta við hráefnum ef svo ber undir. 

Fljótlegt perusalat sem allir elska

  • 3 Perur
  • Klípa af smjöri
  • 3 msk. hrásykur
  • 1 poki klettasalat eða spínat
  • 1 rauðkál
  • 1 Castello ostur, geitaostur eða gráðaostur
  • 3 msk. balsamik edik
  • Valhnetukjarnar að smekk
  • Trönuber eða granatepli að smekk til að skreyta

Aðferð:

  1. Perurnar eru skornar í sneiðar eða bita og steiktar upp úr smjöri á pönnu og látið malla í smá stund.
  2. Hrásykri bætt út í og lækkað undir hellunni og leyft að karamellast um stund.
  3. Öðrum hráefnum blandað saman í skál. Trönuberjum og valhnetum stráð yfir salatið og það borið fram. Það má líka nota fræ úr granateplum ef fólk vill gera vel við sig.
mbl.is