Þeir ríku eru hættir að draga fyrir

Heimili | 3. febrúar 2024

Þeir ríku eru hættir að draga fyrir

Þeir ríku eru hættir að draga gardínur fyrir gluggana sína. Það er hið nýja „flex“ eftir því sem fram kemur í grein The Atlantic.

Þeir ríku eru hættir að draga fyrir

Heimili | 3. febrúar 2024

Margir vilja sýna hvað þeir eiga fína hluti eins og …
Margir vilja sýna hvað þeir eiga fína hluti eins og málverk og græjur. Skjáskot/Instagram

Þeir ríku eru hættir að draga gardínur fyrir gluggana sína. Það er hið nýja „flex“ eftir því sem fram kemur í grein The Atlantic.

Þeir ríku eru hættir að draga gardínur fyrir gluggana sína. Það er hið nýja „flex“ eftir því sem fram kemur í grein The Atlantic.

„Ef þú röltir um götur ríkra hverfa á kvöldin þá kemur það á óvart hversu mikið maður sér inn til fólks. Í gegnum einn glugga sér maður risastóran flatskjá fyrir framan smekklegan sófa. Í gegnum annan glugga sér maður marmaraklætt eldhús með flottri ljósakrónu. Stundum er dregið fyrir en oftar en ekki eru gluggarnir berir, maður sér allt inni á heimilunum,“ segir Michael Waters blaðamaður The Atlantic.

„Berir gluggar hafa orðið stöðutákn ríkra heimila í Bandaríkjunum og hafa ekki farið framhjá fjölmiðlum en minnst hefur verið á þetta fyrirbæri í ritum á borð við New York Times og The Root. Þetta sé eitthvað sem tíðkast aðallega hjá efnuðu, ungu hvítu fólki í dýrum úthverfum.

„Flestir draga fyrir en þó hafa rannsóknir frá 2013 sýnt að þeir bandaríkjamenn, sem hafa um 150 þúsund dollara í laun eða meira, eru tvöfalt líklegri til þess að draga ekki fyrir. Niðurstaðan er skýr, þetta er spurning um stétt hvort maður dregur fyrir eða ekki.“

Sama á við um London

Blaðamaður The Times tekur undir þessa kenningu. 

„Ég trúi þessu. Þetta á einnig við um London. Ef maður gengur um ríku hverfin, þá eru öll ljós kveikt og aldrei dregið fyrir. Næstum eins og í Rauða hverfinu í Amsterdam. Þeir sem eiga þarna heima vilja að þú sjáir hvað þeir eiga fínar mublur,“ segir Carol Midgley í The Times.

„Ég má nú samt til með að taka upp hanskann fyrir þetta fólk. Það er mjög leiðinlegt að kaupa gardínur. Það er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir þegar verið er að innrétta heimili. Maður gerir þetta bara af neyð því maður vill ekki að aðrir sjái mann tína kusk úr naflanum á meðan maður horfir á sjónvarpið.“

„Það er hins vegar meira sem bendir til þess að maður sé ríkur. Er t.d. sófinn á miðju gólfi eða upp við vegg? Sé hann á miðju gólfi þá öskrar það velmegun. Herbergið er það stórt að maður getur allt eins sett sófann í mitt plássið án þess að maður rekist á hann.“

mbl.is