Greta Salóme vill greiða leiðina

Dagmál | 5. mars 2024

Greta Salóme vill greiða leiðina

Greta Salóme Stefánsdóttir ræðir ferilinn og fjölskyldulífið við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í nýjasta þætti Dagmála. 

Greta Salóme vill greiða leiðina

Dagmál | 5. mars 2024

Greta Salóme Stefánsdóttir ræðir ferilinn og fjölskyldulífið við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í nýjasta þætti Dagmála. 

Greta Salóme Stefánsdóttir ræðir ferilinn og fjölskyldulífið við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í nýjasta þætti Dagmála. 

Greta Salóme segir að keppnisskapið hafi komið sér langt en flestir sem þekkja til hennar vita að metnaðurinn hefur alla tíð verið hennar aðalsmerki. 

Það skín einnig í gegn hversu fallegt hjartalag Greta Salóme hefur. Hún hefur lagt mikið á sig í gegnum tíðina að vera til staðar fyrir sína nánustu en ekki síður fyrir fylgjendur sína og ókunnugt fólk í samfélaginu. 

Gott að geta nýtt samfélagsmiðlana til góðs

Greta Salóme er vinsæl á samfélagsmiðlum og á sér stóran fylgjendahóp. Greta finnur fyrir því að fólk leitar til hennar og biður um ráð hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla eða aðrar leiðir. Það er alveg ljóst að metnaðurinn er mikill og það sjá þeir sem fylgjast með Gretu á samfélagsmiðlum hennar.

„Það er ótrúlega gott að geta nýtt samfélagsmiðlana sem vettvang til að veita fólki innblástur og mögulega geta aðstoðað fólk,“ segir Greta. 

Í þættinum segir hún einnig frá samfélagsmiðlapásu sem hún tók í síðastliðnum janúarmánuði. Pásuna segir hún hafa gert sér gott og haft jákvæð áhrif á sig og sína. Hún segir alveg óhætt að taka sér pásu frá samfélagsmiðlum einstaka sinnum þrátt fyrir að margir nýti sér þá sem vinnutæki líkt og Greta hefur gert síðastliðin ár en þar deilir hún lífi sínu með stórum fylgjendahópi sínum.

Nýverið var hún að spila erlendis og fékk tvær fyrirspurnir frá stelpum sem vildu frá ráð um það hvernig gott væri að koma sér á framfæri í tónlistarbransanum. Greta er þakklát fyrir að fá tækifæri líkt og þessi til að aðstoða stelpur með að láta drauma sína rætast.

Langar að greiða leiðina fyrir aðrar stelpur

„Ef það er eitthvað sem mig langar til þess að skilja eftir mig þá er það að hafa á einhvern, þó það sé einhver algjör mínimalískur háttur, hafa á einhvern hátt greitt leiðina fyrir aðrar stelpur sem vilja elta draumana sína og ná eins langt og þær geta,“ lýsir Greta Salóme. 

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt að ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is