60 ára klósett sem var eingöngu notað af karlmönnum

Dagmál | 11. mars 2024

60 ára klósett sem var eingöngu notað af karlmönnum

„Við fórum saman vinkonurnar á síldarvertíð í Vestmannaeyjum,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

60 ára klósett sem var eingöngu notað af karlmönnum

Dagmál | 11. mars 2024

„Við fórum saman vinkonurnar á síldarvertíð í Vestmannaeyjum,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Við fórum saman vinkonurnar á síldarvertíð í Vestmannaeyjum,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Sigrún, sem er 36 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fjölni á dögunum eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:1, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í greininni en Björninn hefur leikið undir merkjum Fjölnis frá árinu 2019.

Sótti um á öllum bátum á höfninni

Sigrún hefur prófað ýmislegt um ævina en árið 2008 flutti hún fyrst til Vestmannaeyja og starfaði á sjó í fimm ár með hléum.

„Ég sá svo að þeir sem voru að vinna á sjónum voru að fá fimm sinnum meira borgað en ég og ég ákvað að sækja um á öllum bátunum á höfninni,“ sagði Sigrún Agatha.

„Það er ekkert mál að vera á sjó en það erfiðasta klárlega eru klósettin. Klósett á 60 ára gömlum togara, sem hefur bara verið notað af karlmönnum, er ekki staður sem ég myndi velja að vera á,“ sagði Sigrún Agatha meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Sigrúnu Agöthu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is