Seldi fermingargjöfina til að fjármagna ferðina

Dagmál | 12. mars 2024

Seldi fermingargjöfina til að fjármagna ferðina

„Við þurfum einu sinni að ferðast til Nýja-Sjálands og ferðalagið tók 52 klukkustundir,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Seldi fermingargjöfina til að fjármagna ferðina

Dagmál | 12. mars 2024

„Við þurfum einu sinni að ferðast til Nýja-Sjálands og ferðalagið tók 52 klukkustundir,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Við þurfum einu sinni að ferðast til Nýja-Sjálands og ferðalagið tók 52 klukkustundir,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Sigrún, sem er 36 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fjölni á dögunum eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:1, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í greininni en Björninn hefur leikið undir merkjum Fjölnis frá árinu 2019.

Ekkert gefins í þessu

Sigrún hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í meira en áratug en hún hefur upplifað ýmislegt á ferðalögum sínum erlendis með landsliðinu.

„Við fórum í fjögur flug og ég man að ég seldi hestinn minn til þess að fjármagna ferðina,“ sagði Sigrún Agatha.

„Ég fékk hest í fermingargjöf og ég seldi hann. Það er ekkert gefins í þessu og þú þarft að fórna ákveðnum hlutum þegar þú ert afreksíþróttamaður á Íslandi í dag,“ sagði Sigrún Agatha meðal annars.

Viðtalið við Sigrúnu Agöthu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is