„Eitt heimskulegasta atriði sem ég hef upplifað“

Dagmál | 13. mars 2024

„Eitt heimskulegasta atriði sem ég hef upplifað“

„Þetta var eitt heimskulegasta atriði sem ég hef upplifað á mínum íþróttaferli,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Eitt heimskulegasta atriði sem ég hef upplifað“

Dagmál | 13. mars 2024

„Þetta var eitt heimskulegasta atriði sem ég hef upplifað á mínum íþróttaferli,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Þetta var eitt heimskulegasta atriði sem ég hef upplifað á mínum íþróttaferli,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Sigrún, sem er 36 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fjölni á dögunum eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:1, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í greininni en Björninn hefur leikið undir merkjum Fjölnis frá árinu 2019.

Gerist bara í Disney-myndum

SA komst í 1:0 í einvíginu en Fjölnir jafnaði metin í 1:1 í öðrum leik liðanna í Egilshöllinni eftir hádramatískan sigur í vítakeppni.

„Ég er alveg á því að svona hlutir gerist bara í Disney-myndum,“ sagði Sigrún Agatha.

„Einn besti skotmaður sem Ísland hefur átt kemur SA yfir en við jöfnum svo metin en markmaðurinn þeirra ver vítið til að byrja með.

Bekkurinn byrjar að fagna, áður en pökkurinn fer í markið, og það tekur pökkinn einhverjar tvær sekúndur að renna yfir línuna. Öll stúkan var að blása á pökkinn og svona hlutir gerast bara í bíómyndum,“ sagði Sigrún Agatha meðal annars.

Viðtalið við Sigrúnu Agöthu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is