Stjúpfaðir Perry tjáði sig um andlát leikarans

Frægar fjölskyldur | 13. mars 2024

Stjúpfaðir Perry tjáði sig um andlát leikarans

Kanadíski fjölmiðlamaðurinn Keith Morrison, stjúpfaðir leikarans Matthew Perry, tjáði sig í fyrsta skipti um andlát leikarans í hlaðvarpsþætti Hodu Kotb, Making Space, á miðvikudag.

Stjúpfaðir Perry tjáði sig um andlát leikarans

Frægar fjölskyldur | 13. mars 2024

Matthew Perry er sárt saknað!
Matthew Perry er sárt saknað! Samsett mynd

Kanadíski fjölmiðlamaðurinn Keith Morrison, stjúpfaðir leikarans Matthew Perry, tjáði sig í fyrsta skipti um andlát leikarans í hlaðvarpsþætti Hodu Kotb, Making Space, á miðvikudag.

Kanadíski fjölmiðlamaðurinn Keith Morrison, stjúpfaðir leikarans Matthew Perry, tjáði sig í fyrsta skipti um andlát leikarans í hlaðvarpsþætti Hodu Kotb, Making Space, á miðvikudag.

Í þættinum ræddi hann meðal annars um andlát stjúpsonar síns, aðdraganda þess og eftirmála. Perry fannst látinn á heimili sínu þann 28. október síðastliðinn. Hann var 54 ára gamall.

Morrison, sem kvæntist móður leikarans, Suzanne Perry, árið 1981, sagði það eilífðarverkefni að læra að lifa með sorginni. „Þetta fylgir þér alla ævi,” sagði hinn 76 ára gamli fjölmiðlamaður. 

Morrison, sem margir þekkja úr fréttaskýringaþættinum Dateline, sagði einnig það hafa komið sér á óvart hvað andlátið sjokkeraði marga víðsvegar um heiminn. Perry hafði glímt við alkóhólisma og fíkniefnavanda í mörg ár áður en hann lést.

Perry, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í gamanþáttunum Friends, fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles. Talið er að keta­mín sem fannst í líki ­Perry við krufn­ingu hafi átt mest­an þátt í and­láti hans.

mbl.is