„Börnin mín rústuðu tónlistarferlinum“

Frægar fjölskyldur | 13. mars 2024

„Börnin mín rústuðu tónlistarferlinum“

„Börnin mín rústuðu tónlistarferlinum,“ sagði breska söngkonan Lily Allen við þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins The Radio Times Podcast á dögunum. Söngkonan sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2006 með laginu Smile viðurkenndi opinberlega að barneignir hefðu eyðilagt frægðina. 

„Börnin mín rústuðu tónlistarferlinum“

Frægar fjölskyldur | 13. mars 2024

Lily Allen ásamt eiginmanni sínum, leikaranum David Harbour.
Lily Allen ásamt eiginmanni sínum, leikaranum David Harbour. AFP

„Börnin mín rústuðu tónlistarferlinum,“ sagði breska söngkonan Lily Allen við þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins The Radio Times Podcast á dögunum. Söngkonan sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2006 með laginu Smile viðurkenndi opinberlega að barneignir hefðu eyðilagt frægðina. 

„Börnin mín rústuðu tónlistarferlinum,“ sagði breska söngkonan Lily Allen við þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins The Radio Times Podcast á dögunum. Söngkonan sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2006 með laginu Smile viðurkenndi opinberlega að barneignir hefðu eyðilagt frægðina. 

Allen, 38 ára, á tvær dætur, Ethel Mary og Marnie Rose, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Sam Cooper. 

„Sumt fólk velur starfsframa fram yfir uppeldið og það er val þeirra. Foreldrar mínir voru mikið fjarverandi á æskuárum mínum og það skildi eftir sig ljót sár. Ég er ekki tilbúin að bjóða börnum mínum upp á slíkt,“ sagði Allen þegar hún útskýrði orð sín betur. 

„Ég valdi að taka skref til baka og einbeita mér að dætrum mínum. Ég er mjög ánægð með valið.“

Allen giftist bandaríska leikaranum David Harbour, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Stranger Things, árið 2020.

mbl.is