„Heldurðu að þetta sé heilbrigt?“

Dagmál | 14. mars 2024

„Heldurðu að þetta sé heilbrigt?“

„Það var mjög góð tilfinning að vinna þær loksins,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Heldurðu að þetta sé heilbrigt?“

Dagmál | 14. mars 2024

„Það var mjög góð tilfinning að vinna þær loksins,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Það var mjög góð tilfinning að vinna þær loksins,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Sigrún, sem er 36 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fjölni á dögunum eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:1, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í greininni en Björninn hefur leikið undir merkjum Fjölnis frá árinu 2019.

Ekki hollt fyrir neinn

Fyrir úrslitaeinvígi Íslandsmótsins hafði SA orðið Íslandsmeistari 17 ár í röð en Sigrún var leikmaður Bjarnarins, síðast þegar annað lið en SA varð Íslandsmeistari árið 2006.

„Það er ekki hollt fyrir neinn að alast upp við það að þú vinnur alltaf,“ sagði Sigrún Agatha.

„Hvernig ætlarðu að læra að tapa, ef þú vinnur alltaf. Heldurðu að þetta sé heilbrigt?“ sagði Sigrún Agatha meðal annars.

Viðtalið við Sigrúnu Agöthu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is