Eltist um tíu ár á einni sekúndu

Dagmál | 15. mars 2024

Eltist um tíu ár á einni sekúndu

Þetta er ákveðin vísbending um það hvar liðið var statt, andlega, í þessu einvígi,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Eltist um tíu ár á einni sekúndu

Dagmál | 15. mars 2024

Þetta er ákveðin vísbending um það hvar liðið var statt, andlega, í þessu einvígi,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Þetta er ákveðin vísbending um það hvar liðið var statt, andlega, í þessu einvígi,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Sigrún, sem er 36 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fjölni á dögunum eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:1, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í greininni en Björninn hefur leikið undir merkjum Fjölnis frá árinu 2019.

Lykilaugnablik í leiknum

Fjórði leikur liðanna endaði með 1:0-sigri Fjölnis þar sem Sigrún Agatha skoraði sigurmarkið strax á fjórðu mínútu en 1:0-lokatölur í íshokkí eru ekki algeng úrslit í íþróttinni.

„Það var augnablik í þessum leik þar sem við missum boltann, markvörðurinn okkar er í brasi, og varnarmennirnir eru að reyna verja á meðan SA er eitt fyrir nánast opnu marki,“ sagði Sigrún Agatha.

Ef ég hef einhvern tímann elst um tíu ár á einni sekúndu þá var það þarna,“ sagði Sigrún Agatha meðal annars.

Viðtalið við Sigrúnu Agöthu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is