Erfitt að spá um framhaldið en telur líklegra að gosið fjari hægt og rólega út

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. mars 2024

Erfitt að spá um framhaldið en telur líklegra að gosið fjari hægt og rólega út

„Staðan er mjög svipuð og hún hefur verið þessa vikuna á gosinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is í dag. „Það er ekkert eða mjög lítið landris við Svartsengi. Síðan er gosvirknin að mestu bundin við einn gíg núna og þótt eitthvað lítið sé í öðrum gígum, mun það enda með því að það verður einn gígur.“

Erfitt að spá um framhaldið en telur líklegra að gosið fjari hægt og rólega út

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. mars 2024

Þorvaldur býst við að gosið endi í einum virkum gíg, …
Þorvaldur býst við að gosið endi í einum virkum gíg, en erfitt sé að spá fyrir um lengd gossins, þó hann hallist frekar að því að það verði í einhverja daga eða rúma viku, frekar en í einhverja mánuði eins og var í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan er mjög svipuð og hún hefur verið þessa vikuna á gosinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is í dag. „Það er ekkert eða mjög lítið landris við Svartsengi. Síðan er gosvirknin að mestu bundin við einn gíg núna og þótt eitthvað lítið sé í öðrum gígum, mun það enda með því að það verður einn gígur.“

„Staðan er mjög svipuð og hún hefur verið þessa vikuna á gosinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is í dag. „Það er ekkert eða mjög lítið landris við Svartsengi. Síðan er gosvirknin að mestu bundin við einn gíg núna og þótt eitthvað lítið sé í öðrum gígum, mun það enda með því að það verður einn gígur.“

„Hversu lengi þessi gígur getur verið virkur, er spurning, segir hann ennfremur. „Ég tel að virknin sé að deyja út þótt hægt fari, en vissulega er möguleiki að það lengist í gosinu. Þótt virkni hafi verið nokkuð stöðug þessa viku, hefur samt hægt og rólega verið að draga út gosinu. En það er erfitt að greina mismuninn frá degi til dags.“

Kvikan kemur úr dýpra geymsluhólfinu

Þorvaldur segir að allt bendi til þess að kvikan komi upp komi beint úr þessu dýpra geymsluhólfi sem er á 10-15 km dýpi, með lítilli viðkomu, ef nokkurri, í grynnra geymsluhólfinu, sem er á ca 5 km dýpi. „Það er kvika úr grynnra kvikuhólfinu sem hefur verið að valda landrisi í Svartsengi og því svæði, svo fyrst það hefur minnkað mikið, finnst mér líklegt að kvikan flæði bara beint úr dýpra geymsluhólfinu og áfram upp.“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. mbl.is/Samsett mynd

Breyting frá fyrri þremur gosum

Þorvaldur segir að í fyrri þremur gosunum á þessum þremur mánuðum hafi kvikan stoppað í grynnra geymsluhólfinu og þessi breyting sé það sem valdi því að þetta gos sé þegar orðið lengra en fyrri þrjú gos í desember, janúar og febrúar. „Gosin stöðvuðust þegar grynnra kvikuhólfið tæmdist, og hófust ekki aftur fyrr en þau fylltust aftur, eftir viðvarandi landris við Svartsengi.“

Hann bætir við að jafnvægi sé komið á það sem er að flæða inn og það sem flæðir frá kvikuhólfinu og út í gígunum. Það er sama flæðið alla leiðina í gegn. Ef þetta flæði helst við, þá gæti lengst í gosinu. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort flæðið út úr gígunum hafi verið stöðugt, en mér sýnist að það hafi verið smám saman að minnka. Þess vegna finnst mér líklega að gosið muni ekki standa mjög lengi, þótt vissulega sé ekki hægt að útiloka þann möguleika.

Þorvaldur telur að það útflæðið í gosinu sé núna í nálægt 4-5 rúmmetrum á sekúndu, sem er svipað og var lengi í Geldingadölum. „En þegar útflæðið verður komið niður fyrir 3 rúmmetra held ég að megi segja að það sé smátt og smátt að slokkna á því.“

Hætta af hraunpollum ef lengist í gosi

Eins og fram hefur komið hafa löngu hrauntungurnar ekki hreyfst mikið undanfarna daga, heldur er hraunbreiðan frekar að þykkjast í kringum gígana. „En ef að þar fara að myndast hraunpollar fylgir því ákveðin hætta á að gígurinn haldi ekki kvikumagninu sem er kominn og það fljóti yfir barmana eins og það gerði í Geldingadölum.“

Hann segir að eftir því sem gosið vari lengur þá aukist hættan á þessum hraunpollum og þá gæti hraunið runnið lengra. Hins vegar ef það er að draga úr gosinu, þá er ólíklegra að þetta gerist.“

mbl.is