Gasmengun gæti náð í Reykjanesbæ

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. mars 2024

Gasmengun gæti náð í Reykjanesbæ

Talsverð gasmengun mældist í Grindavík síðdegis í dag, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. 

Gasmengun gæti náð í Reykjanesbæ

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. mars 2024

Spáð var gasmengun i Grindavík í dag og gekk sú …
Spáð var gasmengun i Grindavík í dag og gekk sú spá upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsverð gasmengun mældist í Grindavík síðdegis í dag, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. 

Talsverð gasmengun mældist í Grindavík síðdegis í dag, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. 

Á gosstöðvunum mun snúast í austan- og suðaustanátt í kvöld að mati veðurvaktar um gasdreifingu.

Gæti orðið vart við gasmengun í Reykjanesbæ

Þá muni gasið berast til vesturs og norðvesturs í átt að Svartsengi, en einnig gæti orðið vart við það í Reykjanesbæ og nálægum byggðarlögum.

Lögreglan á Suðurnesjum varar við menguninni og segir að fólk í Sandgerði og Garði gætu einnig fundið fyrir menguninni í kvöld.

Lögreglan mælir með því að fólk sem tilheyrir viðkvæmum hópum hafi glugga lokaða og slökkt á loftræstingu.

Annað kvöld lægir og þá minnka líkur á að gasmengun muni berast langt frá gosstöðvunum.

mbl.is