Beðið eftir framhlaupi af hrauni úr námunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. mars 2024

Beðið eftir framhlaupi af hrauni úr námunni

Eldvirknin á gosstöðvunum í Sund­hnúkagígum hefur verið nokkuð stöðug síðan á sunnudaginn 17. mars, en gosið hófst þann 16. mars með miklum krafti.

Beðið eftir framhlaupi af hrauni úr námunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. mars 2024

Hraun heldur áfram að flæða úr gosinu.
Hraun heldur áfram að flæða úr gosinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldvirknin á gosstöðvunum í Sund­hnúkagígum hefur verið nokkuð stöðug síðan á sunnudaginn 17. mars, en gosið hófst þann 16. mars með miklum krafti.

Eldvirknin á gosstöðvunum í Sund­hnúkagígum hefur verið nokkuð stöðug síðan á sunnudaginn 17. mars, en gosið hófst þann 16. mars með miklum krafti.

Hraun flæðir áfram í Mel­hóls­námuna norður af Grinda­vík en hraunjaðarinn hefur lítið hreyfst. Má því búast við framhlaupi af hrauni á hverri stundu.

Þetta segir Elísabet Pálma­dótt­ir, náttúruvársérfræðingur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Myndi renna í átt að Grindavíkurvegi

„Það er enn að flæða inn á svæðið en ég sé enga hreyfingu á tungunni þar. Ég veit að það er meira af efni að hlaðast þarna upp þannig það sem gæti þá hugsanlega gerst – eins og við höfum verið að tala um síðustu tvo daga – er að það gæti komið framhlaup úr námunni,“ segir Elísabet og bætir við:

„Við vitum að það er meiri og meiri kvika að streyma þarna inn en við sjáum ekki hraunjaðarinn færast áfram. Þannig þá er að safnast fyrir kvika þarna. Það er spurning hvenær hún brestur út og við fáum smá framhlaup.“

Hún segir að fylgst sé náið með þessu en framhlaupið gæti gerst hvenær sem er. Ef af því yrði þá telur hún líklegt að hraunið myndi renna í átt að Grindavíkurvegi.

Virknin stöðug

Elísabet segir virknina á sjálfu eldgosinu vera svipaða og frá sunnudeginum 17. mars en þó hafa engar nýjar tölur komið út um kvikuflæði síðan á fimmtudaginn.

Þá voru birtar tölur eftir mælingaflug Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands yfir gosstöðvarnar. Út frá gögnum sem safnað var í því flugi er áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 rúmmetrar á sekúndu.

„Ég hugsa að það sé enn svipað,“ segir hún.

mbl.is