Íbúar í Höfnum loki gluggum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. mars 2024

Íbúar í Höfnum loki gluggum

Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesskaga til að fylgjast vel með loftgæðum, en mikil mengun hefur mælst í Höfnum í dag.

Íbúar í Höfnum loki gluggum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. mars 2024

Nokkur mengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúkagíga.
Nokkur mengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesskaga til að fylgjast vel með loftgæðum, en mikil mengun hefur mælst í Höfnum í dag.

Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesskaga til að fylgjast vel með loftgæðum, en mikil mengun hefur mælst í Höfnum í dag.

Því er mælt með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is.

Nokkur mengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúkagíga á Reykjanesskaga síðustu daga og því sé mikilvægt að íbúar fylgist vel með.

Í tilkynningunni er bent á vef Landlæknis þar sem fjallað er um heilsufarsleg áhrif vegna mengunar frá gosinu.

„Gosmóða og brennisteinsdíoxíð geta valdið sleni, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk annarra einkenna frá öndunarfærum. Minnstu svifryksagnir (PM 1 og 2,5) eru hættulegar heilsunni þar sem þær eiga auðvelt með að ná djúpt niður í lungun.

Börn og einstaklingar sem eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma ættu að forðast útivist í lengri tíma sem og áreynslu utandyra, þar sem er loftmengun, og hafa glugga lokaða.“

mbl.is