Óholl gasmengun í Höfnum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. mars 2024

Óholl gasmengun í Höfnum

Gasmengun mælist nú í háum gildum í Höfnum vegna eldgossins við Sundhnúkagíga, eða um 2.200 míkrógrömm á rúmmetra.

Óholl gasmengun í Höfnum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. mars 2024

Mikil gasmengun mældist í Grindavík í gærkvöldi og fór upp …
Mikil gasmengun mældist í Grindavík í gærkvöldi og fór upp í 9.000 míkrógrömm á rúmmetra. mbl.is

Gasmengun mælist nú í háum gildum í Höfnum vegna eldgossins við Sundhnúkagíga, eða um 2.200 míkrógrömm á rúmmetra.

Gasmengun mælist nú í háum gildum í Höfnum vegna eldgossins við Sundhnúkagíga, eða um 2.200 míkrógrömm á rúmmetra.

Mengunin er nokkuð óholl fyrir viðkvæma og þá sem eru með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Það er að berast hættuleg mengun frá gosinu og við þurfum að fylgjast vel með hvert hún er að fara og bregðast þá við,“ segir Einar.

Mesta mengun við gosstöðvarnar

Mikil gasmengun mældist í Grindavík í gærkvöldi og fór upp í 9.000 míkrógrömm á rúmmetra.

Í dag verður gasmengunin mest í nágrenni gosstöðvanna. Síðar færist hún í beina austanátt og fer þá yfir Grindavík og svo út af landi að sögn Einars.

Hvað gang eldgossins varðar virðist kvika enn vera að safnast fyrir í Melhólsnámu. Ekki er að sjá að hrauntunga sé að færast í átt að Grindavíkurvegi enn þá.

mbl.is